Gagnrýnir barnavernd: „Af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni?“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júlí 2017 15:15 Nú er svo komið að húsnæði sem Helga leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Helga Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira