Gagnrýnir barnavernd: „Af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni?“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júlí 2017 15:15 Nú er svo komið að húsnæði sem Helga leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Helga Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira