Gagnrýnir barnavernd: „Af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni?“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. júlí 2017 15:15 Nú er svo komið að húsnæði sem Helga leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Helga Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Helga Jóhannesdóttir er einstæð tveggja barna móðir sem er búsett í Reykjanesbæ. Helga hefur búið í bænum síðan árið 2014. Nú er svo komið að húsnæði sem hún leigir hefur verið selt og hefur hún til mánaðamóta til að finna nýtt húsnæði. Barnavernd Reykjanesbæjar er komin í málið og hefur gefið henni um það bil viku að finna samastað fyrir sig og börnin ella verði þau send í fóstur um tíma. „Það fékk á mig, af hverju eru börnin tekin frá mér til þess að koma þeim í fóstur og skilja mig eftir á götunni. Hvað er rétt við það?“ segir Helga í samtali við Vísi sem segir sitt markmið vera að huga að heilsu barnanna og öryggi.Engin óregla Helga segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún lendi í því að vera húsnæðislaus. Engin óregla sé á heimilinu og börnunum líði vel. Börnin eru sex og sjö ára gömul. Enn hefur ekkert húsnæði fengist en Helga hefur verið að leita síðan í apríl. Þá hefur hún reynt að leita til leigufélagsins Heimavalla, en hefur ávallt verið hafnað þar sem hún hafi ekki haft bankaábyrgð vegna gamalla skulda sem hún hélt að búið væri að greiða úr. Helgu blöskrar ákvarðanataka Barnaverndar og finnst skrítið að ekki sé fremur reynt að hjálpa henni að fá íbúð fyrir þau þrjú í stað þess að aðskilja fjölskylduna. Þetta er í fyrsta sinn sem Barnavernd hafi afskipti af þeirra málum. Húsnæðismál á Reykjanesi hafa verið töluvert í umræðunni í fréttum undanfarið. Stöð 2 fjallaði nýverið um málefni einstæðrar móður sem missti húsnæði sitt í Reykjanesbæ. Engin úrræði voru í boði frá bænum önnur en þau að taka börnin hennar í fóstur til að forða þeim frá götunni. Ekki náðist í Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar við gerð þessarar fréttar.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira