Innlent

Helgarveðrið: Bjart og hlýtt sunnan-og vestanlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það má hugsanlega njóta strandlífsins í Reykjavík um helgina.
Það má hugsanlega njóta strandlífsins í Reykjavík um helgina. vísir/vilhelm
Það verður áfram norðaustan átt á landinu um helgina og svalt fyrir norðan og austan en bjart og hlýtt sunnan-og vestanlands að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá gæti rignt eitthvað austanlands.

 

Í dag gæti svo hugsanlega létt til suðvestanlands og hitinn á höfuðborgarsvæðinu gæti farið upp í 20 stig. Þá má búast við um 20 stiga hita á morgun um sunnanvert landið.

 

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands eru annars þessar:

Norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 SA-til á morgun. Bjartviðri V-til, en rigning um landið austanvert og dálítil súld með norðvesturströndinni. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestanlands en svalast á norðausturhorninu.

Á sunnudag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Skýjað og dálítil rigning eða súld N- og A-lands, en annars yfirleitt bjartviðri. Líkur á þokulofti við sjávarsíðuna, einkum að morgni og kvöldi. Hiti 13 til 20 stig S- og V-lands, en annars 6 til 12 stig.

Á mánudag:

Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með köflum, en sums staðar væta fyrir norðan og austan. Hiti 13 til 18 stig S- og V-lands, en annars 6 til 12 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en stöku skúrir syðra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast V-lands.

Á fimmtudag:

Norðlæg átt og þurrt að kalla, en heldur kólnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×