Innlent

Gæti sloppið fyrr úr varðhaldi ef rannsókn málsins gengur vel

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Bílarnir voru á bílastæðinu við Vog, sjúkrahús SÁÁ.
Bílarnir voru á bílastæðinu við Vog, sjúkrahús SÁÁ. vísir/jói k
Maðurinn sem kveikti í tveimur bílum við Vog í síðustu viku er enn í gæsluvarðhaldi lögreglu. Ef rannsókn málsins gengur vel þá gæti verið að hann losni fyrr en áætlað var úr varðhaldi en samkvæmt dómsúrskurði á hann að vera í fjórar vikur.

Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Valgarður segir að bíllinn sem maðurinn kveikti upphaflega í hafi verið í hans umráði. Eldurinn barst frá þeim bíl yfir í bíl sem lagður var í bílastæði við hliðina. Annar bíllinn er gjörónýtur.

Sjónarvottar af brunanum og í kveikjunni hafa verið yfirheyrðir sem og maðurinn sjálfur. Valgarður segir það ljóst að maðurinn hafi staðið að brunanum. Hann segist ekki getað svarað hvort maðurinn hafi komið við sögu lögreglu áður. 

Mbl greindi fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×