Innlent

Fá að selja bjór til 4:20 á Granda vegna bardaga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í bardaga þann 26. ágúst.
Floyd Mayweather og Conor McGregor mætast í bardaga þann 26. ágúst. Vísir/getty
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku að veita brugghúsinu Ægisgarði tímabundið leyfi til lengri veitingatíma áfengis vegna beinnar sjónvarpsútsendingar frá bardaga hnefaleikakappans Floyd Mayweather og UFC kappans Conor McGregor í Bandaríkjunum þann 26. ágúst. 

Þetta gerir brugghúsinu kleift að hafa opið til klukkan 04.20 aðfaranótt mánudagsins 27. ágúst. Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skemmtistaðir eða brugghús sækjast eftir rýmri opnunartíma vegna íþróttaviðburða. Öldurhús hér á landi hafa til að mynda sóst eftir því að fá rýmri opnunartíma þegar úrslitaleikurinn í NFL deildinni, Ofurskálin, fer fram árlega. Hefur það reynst þrautinni þyngri en nokkrir staðir fengu þó leyfi í febrúar síðastliðnum.

Í umsögn um veitta undanþágu segir að það skipti máli að brugghúsið sé staðsett á hafnarsvæðinu því engar íbúðir eru í námunda við staðinn. Annað er uppi á teningnum í miðbæ Reykjavíkur þar sem íbúðir eru í næsta nágrenni.


Tengdar fréttir

Undanþágur í Reykjavík vegna NFL útsendingar

Samþykkt var í borgarráði í gær að veita íþróttabörunum Ölveri, Lebowski Bar og Bjarna Fel/Hressó, leyfi til að vera með opið lengur á sunnudag vegna Super Bowl leiksins í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×