Erlent

Tuttugu og fjórir féllu í sjálfsmorðssprengingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fjörutíu og tveir eru auk þess særðir eftir árásina.
Fjörutíu og tveir eru auk þess særðir eftir árásina. Vísir/epa
Í það minnsta tuttugu og fjórir féllu þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi bíl í loft upp í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í dag. BBC greinir frá.

Fjörutíu og tveir eru auk þess særðir og þá er óttast að fleiri muni finnast látnir.

Rúta, full af starfsmönnum hins opinbera, varð fyrir sprengingunni. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Kabúl hefur orðið fyrir fjölmörgum árásum af þessu tagi á síðustu árum sem ýmist hafa verið á ábyrgð Talíbana eða hins svokallaða Íslamska ríkis, ISIS. Í lok maí síðastliðnum féllu um 150 manns í gríðarstórri sprengingu í miðborg Kabúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×