Erlent

Lögreglumaður lét lífið eftir vopnað rán í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumaðurinn var á fimmtugsaldri. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglumaðurinn var á fimmtugsaldri. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Sænskur lögreglumaður í Gautaborg lét lífið í dag þegar ekið var á hann á hraðbraut þar sem hann veiti fjórum mönnum eftirför sem höfðu skömmu áður framið vopnað rán.

Ránið var framið af fjórmenningunum í tóbaksverslun í austurhluta Gautaborgar í morgun klukkan hálf tíu að staðartíma. Mennirnir höfðu þá slegið verslunareigandann í höfuðið og komist undan með um 40 þúsund sænskar krónur, um hálfa milljón króna.

Mennirnir flúðu svo af vettvangi í bíl og tóku fjölmargir lögreglumenn þátt í eftirförinni þar sem þyrlur voru meðal annars notaðar.

Þrír mannanna höfðu sést yfirgefa bíl sinn og hlaupa á E20-hraðbrautinni þar sem þeir voru handteknir. Bíl, ótengdur málinu, var svo ekið á lögreglumanninn þar sem hann var að störfum á hraðbrautinni. Hann lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Lögreglumaðurinn var á fimmtugsaldri.

Fjórði maðurinn, sem grunaður er um ránið, var síðar handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×