Erlent

Pólverjar mótmæla fyrir utan Hæstarétt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan Hæstarétt í Póllandi og krefjast sjálfstæðis dómskerfinu til handa.
Mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan Hæstarétt í Póllandi og krefjast sjálfstæðis dómskerfinu til handa. Vísir/getty
Tugþúsundir Pólverja þramma enn einu sinni um götur borga í Póllandi til að mótmæla umdeildum lögum. Pólverjar halda áfram að beita forseta landsins Andrzej Duda þrýstingi en hann hefur núna tuttugu daga til að ákveða hvort hann staðfestir umdeild lög sem fela í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Samkvæmt CNN aukast mótmælin og í kvöld tóku Pólverjar sér stöðu fyrir framan Hæstarétt og létu í sér heyra. Á mótmælaspjöldum stendur ýmist „Stjórnarskrá,“ „Ég elska og skil frelsi,“ „Við krefjumst synjunar,“ „Óháðir dómstólar“ og „Frjálst Pólland.“

Evrópusambandið hefur varað Duda við að skrifa undir lögin. Það hefði alvarlegar afleiðingar ef hann gerði það. Löggjöfin grafi undan lýðræðislegum ferlum.

Ef af verður láta allir dómarar við Hæstarétt landsins af störfum og fara á eftirlaun.

Kannanir sýna að um 55% Pólverja vilja að forseti landsins synji lögunum staðfestingar en 29% þeirra eru hliðhollir lagasetningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×