Erlent

Árásarmaður gengur laus í svissneskum bæ

Kjartan Kjartansson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Miðborg Schaffhausen var lokað vegn árásarinnar. Myndin er úr safni frá því þegar hljólreiðakeppnin Tour of Switzerland fór í gegnum bæinn.
Miðborg Schaffhausen var lokað vegn árásarinnar. Myndin er úr safni frá því þegar hljólreiðakeppnin Tour of Switzerland fór í gegnum bæinn. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fimm eru sagðir særðir, þar af tveir alvarlega, eftir að maður gekk berserksgang í bænum Schaffhausen í Sviss í dag.

Ekki hefur verið greint nánar frá árásinni enn sem komið er en lögreglan lokaði miðbænum þar vegna hennar, að því er kemur fram í frétt Reuters.

Lögreglan er sögð leita árásarmannsins.

Schaffhausen er nærri landamærum Þýskalands í norðurhluta Sviss og búa 36 þúsund manns í bænum.

CNN hefur nú eftir lögreglu að maðurinn hafi ráðist á fólkið með keðjusög. Hann gangi enn laus.

Uppfært klukkan 11:46: Lögreglan hélt blaðamannafund nú fyrir stundu og staðfesti að árásarmannsins væri leitað. Ekki hefur verið staðfest hvernig vopn hann bar en verslunum á svæðinu hefur verið lokað og fólki sagt að halda sig fjarri árásarstaðnum.

Uppfært klukkan 12:26: Að því er fram kemur í frétt BBC segir lögreglan að árásin sé ekki rannsökuð sem hryðjuverk. Lögreglan telur sig vita hver maðurinn er en honum er lýst sem hávöxnum og er talið að hann keyri hvítan Volkswagen-sendiferðabíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×