Innlent

Á topp K2 á miðvikudag

Sæunn Gísladóttir skrifar
John Snorri ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2.
John Snorri ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Lífsspor
John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað upp á topp fjallsins K2 og stefnir að því að komast á tindinn á miðvikudag, fyrstur Íslendinga.

Hópurinn lagði af stað úr grunnbúðum í gærkvöld og stefnan sett á að gista í búðum tvö í nótt.

Í dag heldur hópurinn áfram í þriðju búðirnar og gistir þar í eina nótt. Sú ganga tekur um fjóra tíma. Á morgun eru það fjórðu búðirnar.

Á miðvikudaginn ætlar hópurinn að ná toppnum. Sá leggur tekur um 11 klukkutíma. „Þegar toppnum er náð tekur ekki síður erfitt verkefni við en það er að koma sér niður aftur,“ segir í tilkynningu. Af hverjum fjórum sem leggja af stað koma aðeins þrír aftur heim.

John Snorri er 38 ára göngugarpur sem hefur klifið nokkra af hæstu tindum heims. Á leiðinni safnar hann áheitum fyrir styrktarfélagið Líf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×