Erlent

Trump segist ekki finna fyrir stuðningi Repúblikana

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Þá hafa nokkrir flokksmenn flokksins ekki látið sitt eftir liggja í þeim rannsóknum sem beinst hafa gegn forsetanum og sambandi hans við Rússa.
Þá hafa nokkrir flokksmenn flokksins ekki látið sitt eftir liggja í þeim rannsóknum sem beinst hafa gegn forsetanum og sambandi hans við Rússa. Nordicphotos/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist finna fyrir litlum stuðningi innan raða Repúblikanaflokksins. Segir hann að þeir séu að gera lítið til að vernda sig gegn þeim nornaveiðum, líkt og hann kallar það, sem hann hafi þurft af þola út af rannsóknum af afskiptum Rússa á forsetakosningarnar í fyrra. Independent greinir frá.

Ekki er vitað hvort hann á við einhverja sérstaka stjórnmálamenn innan raða flokksins en margir þeirra hafa gagnrýnt Trump fyrir það að hafa viljað bjóða sig fram fyrir flokkinn og sakað hann um að vera tækifærissinni en ekki sannur Repúblikani.

Þá hafa nokkrir flokksmenn flokksins ekki látið sitt eftir liggja í þeim rannsóknum sem beinst hafa gegn forsetanum og sambandi hans við Rússa.

Komist hefur verið að því að Rússland hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar Trump í hag, með því að veita falskar upplýsingar og með því að hakka sig inn í tölvukerfi. Verið er að rannsaka forsetann og fjölskyldu hans sérstaklega vegna málsins.

Þá hafa Demókrata og Repúblikanar samþykkt löggjöf þess efnis að refsa Rússlandi fyrir afskipti sín. Löggjöfin myndi einnig bæta við nýjum refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar þeirra inn á Krímskagi.

Einnig heftir löggjöfin Trump í að aflyfta refsiaðgerðunum. Trump hafði áður sagt að þess þyrfti til að byggja upp sambandið á milli þjóðanna. Kosið verður um löggjöfina formlega á þriðjudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×