Innlent

Maður kýldur nokkrum sinnum í andlitið í miðborginni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna ýmsum útköllum í morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna ýmsum útköllum í morgun. vísir/eyþór
Lögreglunni barst í morgun tilkynning um líkamsárás fyrir utan veitingastað í miðborginni en þar hafði karlmaður verið kýldur nokkrum sinnum í andlitið. Tilkynningin barst klukkan 6:43 og hugðist maðurinn sjálfur leita sér aðstoðar á slysadeild eftir viðræður við lögreglu.

Um hálf átta í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglunnar vegna karlmanns sem væri að valda ónæði með því að hringja ítrekað dyrabjöllum í anddyri fjölbýlishúss í hverfi 104. Maðurinn var ekki búsettur í húsinu, en þegar lögreglu bar að garði var karlmaðurinn farinn.

Á áttunda tímanum var tilkynnt um karlmann sofandi ölvunarsvefni á gangstétt í miðborginni og annan fyrir utan fjölbýlishús í hverfi 108. Var sá fyrrnefndi vakinn og honum ekið heim, en í tilfelli hins síðarnefnda var maðurinn vaknaður þegar lögregla mætti á staðinn og hélt hann sína leið.

Loks segir í dagbók lögreglu að henni hafi borist tilkynning klukkan átta í morgun um hnupl í verslun í Kópavogi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×