Erlent

Tveimur fílum bjargað frá drukknun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fílarnir ungu komust heilu og höldnu á land.
Fílarnir ungu komust heilu og höldnu á land. Vísir/AFP
Tveimur ungum fílum var bjargað frá drukknun eftir að þeir höfðu borist á haf út í Sri Lanka í gær.

Fílarnir voru hætt komnir þegar hermenn sjóhersins í Sri Lanka komu að þeim. Þetta er í annað skipti á tveimur vikum sem sjóherinn bjargar fílum frá drukknun úti fyrir ströndum Sri Lanka.

Fílarnir voru hætt komnir þegar björgunaraðgerðir hófust í gær.Vísir/AFP
„Fílunum var sleppt út í Foul Point-frumskóginn eftir að við beindum þeim að ströndinni,“ sagði í yfirlýsingu frá sjóhernum. „Það er mikil heppni að varðskip skuli hafa komið auga á þá.“

Talið er að fílarnir hafi borist á haf út með straumum er leið þeirra þá yfir grunn lón á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×