Titringur vegna nauðasamninga - fundað með forsetanum Magnús Halldórsson skrifar 9. nóvember 2012 18:30 Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum óttast að útgreiðsla á hundruðum milljarða í erlendri mynt, geti grafið undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins og valdið miklu efnahagstjóni. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaupþings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búnum allt laust fé, sem er yfir 700 milljarðar, þar af mest í erlendri mynt. Hópur starfsmanna í fjármálageiranum hefur áhyggjur af stöðu mála, og að útgreiðsla á þessu fé geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland. Til einföldunar, eru þrotabú Kaupþings og Glitnis risavaxin, en heildareignir þeirra nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna, eða sem nemur ríflega einni landsframleiðslu Íslands. Laust fé er samtals um 725 milljarðar, þar af nemur laust fé í erlendri mynt um 675 milljörðum. Áhyggjurnar snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu þjóðarbússins, á viðkvæmum tímum ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna, þar af að miklu leyti í erlendri mynt. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja, eins og Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki séu taldar með til opinberra skulda. Á næstu árum sé endurfjármögnunaráhætta þjóðarbússins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Hópurinn, sem áhyggjur hefur af nauðasamningunum, for í gær á fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og lýsti þar áhyggjum sínum af stöðu mála, og kom þeim upplýsingum á framfæri að stjórnvöld þyrftu að efla þekkingu sína á stöðu mála og reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir að útgreiðslan til vogunarsjóðanna ætti sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu, kom það fram á fundinum að þeir hefðu áhyggjur af því að þingmenn hefðu enga þekkingu á málinu og litlar upplýsingar á borðinu, enda stutt í kosningar og einbeiting á öðru en þrotabúum gömlu bankanna. Þá hefur það einnig valdið aukinni spennu að lögmenn á vegum kröfuhafanna, þar helst lögmenn frá Logos lögmannsstofu, hafa komið á fundi með einstaka mönnum innan þessa hóps, sem hefur áhyggjur af stöðu mála, og komið óánægju vogunarsjóðanna skýrlega á framfæri, og talaði einn heimildarmanna um óbeinar hótanir þegar að þessu kemur. Að auki finnst mörgum það einkennilegt, að vogunarsjóðirnir geti fengið hið mikla fé í hendur, frá Íslandi, þrátt fyrir að hér séu í gildi gjaldeyrishöft. Seðlabankinn og stjórnvöld muni þurfa að halda vel spöðunum, og þurfi að kappkosta að halda gjaldeyri í hagkerfinu á viðkvæmum tímum. Seðlabankinn hefur hins vegar síðasta orðið um hvernig þessum málum verður háttað, og þá hvort og hvenær, féð fer til vogunarsjóðanna í kjölfar nauðasamninga, og hefur skýrlega gefið til kynna að hann muni taka sér þann tíma sem þarf til þess að skoða málið ofan kjölinn.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira