EM 2024 í handbolta

Fréttamynd

Utan vallar: Tími til að láta verkin tala

Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað.

Handbolti
Fréttamynd

Snorra fannst ekkert fyndið við aug­lýsinguna

Snorra Steini Guðjónssyni fannst ekki mikið koma til dönsku auglýsingarinnar þar sem grín var gert að íslenska liðinu og það sagt sækjast í silfur. Snorri svaraði kaldhæðnislega í viðtali við sjónvarpsstöðina og sagðist ekki sjá húmorinn. 

Handbolti
Fréttamynd

„Held að ég sé góður í þessu“

Snorri Steinn Guðjónsson er búinn að undirbúa leikmenn sína eins og best hann getur fyrir leikinn við Serbíu í dag, sinn fyrsta leik sem þjálfari á stórmóti í handbolta. Hann forðast þó að drekkja mönnum í upplýsingum.

Handbolti
Fréttamynd

„Reynslunni ríkari í dag“

Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor Gísli ekki með á æfingu

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur.

Handbolti