EM 2024 í Þýskalandi

Fréttamynd

Portúgalar niðurlægðu Íslandsbanana

Portúgalar áttu ekki í neinum vandræðum í leik sínum gegn Lúxemborg í J-riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM 2024 í kvöld. Lokatölur í Portúgal 9-0 sigur heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Maður fagnar eins og asni

Alfreð Finnbogason reyndist hetja Íslendinga í kvöld þegar Bosnía og Herzegovína var lagt af velli með einu marki. Alfreð kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast. Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi

Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Rætt um leikinn á X-inu: „Get in Alfredo“

Íslenskir fótboltaáhugamenn ræddu frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í leik liðsins gegn Bosníu Hersegóveníu í undankeppni EM 2024 sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld á samfélagsmiðlinum X-inu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Højbjerg kom danska liðinu til bjargar

Pierre-Emile Højbjerg reyndist danska karlalandsliðinu í fótbolta gulls ígildi þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á móti Finnlandi í undankeppni EM 2024 á Ólympíuleikvangnum í Helsinki i dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Í­hugar að skipta um lands­lið

Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Belgar með nauman sigur

Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við verðum að gera betur“

Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum.

Fótbolti