Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Fréttamynd

Guðmundur Spartakus mættur í Landsrétt

Guðmundur Spartakus Ómarsson er mættur í Landsrétt til þess að gefa þar skýrslu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Atla Má Gylfasyni, blaðamanni, vegna umfjöllunar eftir hann sem birtist í Stundinni í desember 2016.

Innlent
Fréttamynd

Sýður á fréttamönnum vegna sáttagreiðslu

Þó að útvarpsstjóri standi með þeirri ákvörðun RÚV að greiða 2,5 milljónir til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla ríkir enn megn óánægja með gjörninginn meðal fréttamanna. Trúnaðarákvæði var að frumkvæði RÚV og var óþarfi.

Innlent
Fréttamynd

43 óupplýst mannshvörf síðan 1970

Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur, öllum að óvörum, eftir 12 ára útlegð.

Innlent
Fréttamynd

Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ

Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna.

Innlent
Fréttamynd

Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað

LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingurinn í Paragvæ ófundinn - lögreglan verst allra fregna

Lögreglan verst allra frétta varðandi mann sem lýst var eftir í Paragvæ af Interpol og fréttastofa RÚV greindi frá í gær. Vísir hafði samband við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra vegna málsins sem aftur benti á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Þar verjast menn frétta og bentu raunar aftur á alþjóðadeildina.

Innlent