Ástin á götunni

Fréttamynd

Fyrsti sigur lúxemborgsks liðs

F91 Dudelange varð í gær fyrsta knattspyrnuliðið frá Lúxemborg til þess að vinna leik í Evrópukeppni meistaraliða í 42 ár. Dudelange sigraði Bosníumeistarana í Mostar, 4-0, eftir að Mostar hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli l-0.

Sport
Fréttamynd

Fram - ÍBV í kvöld

Fram og ÍBV mætast á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Visa bikar karla. Liðin hafa mæst tvívegis áður í sumar og unnið sitthvorn leikinn á sínum heimavelli. Fylgst verður með leiknum hér á Vísi.is ásamt leik KR og Vals sem fram fer í sömu keppni kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ágúst jafnar fyrir KR

Ágúst Gylfason jafnaði metin í leik KR og Vals á 57. mínútu með föstu skoti innan teigs eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu KR. Síðari hálfleikur fór annars rólega af stað en þetta mark hleypir miklu lífi í leikinn.

Sport
Fréttamynd

U21 kvenna tapaði

<div class="Text194214">Landslið Íslands í knattspyrnu kvenna 21 árs og yngri tapaði fyrir Bandaríkjunum með fjórum mörkum gegn engu á opnu Norðurlandamóti, sem hófst í Svíþjóð í dag. Á föstudag mætir íslenska liðið Þjóðverjum sem burstuðu Dani 6-0 í dag.</div>

Sport
Fréttamynd

Guti - nei takk

Spænski landsliðsmaðurinn Guti, sem leikur með Real Madrid, lýsti yfir áhuga sínum á því að ganga til liðs við Arsenal fyrir skömmu. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði hins vegar frá því að í gær að hann myndi ekki vilja frá Guti til félagsins. "Þó Guti sé góður leikmaður, þá þurfum við ekki á honum að halda hérna.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn komast yfir gegn KR

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, hefur komið sínum mönnum yfir með marki á 25. mínútu. Matthías Guðmundsson lagði boltann á hann í teig KR eftir fyrirgjöf frá Baldri Aðalsteinssyni á hægri kantinum. Er þetta nokkurn veginn í takt við gang leiksins.

Sport
Fréttamynd

Framarar í undanúrslit

Framarar sigruðu ÍBV 2-1 í framlengdum leik og eru þar með komnir í undanúrslit Vísa bikarkeppni karla ásamt Val, Fylki og FH. Andri Fannar Ottóson og Ríkharður Daðason  úr víti í framlengingu gerðu mörk Framara en Andrew Sam gerði mark Eyjamanna.  

Sport
Fréttamynd

Ferdinand ekki á förum

Rio Ferdinand hefur ekki fengið blíðar viðtökur frá stuðningsmönnum Manchester United í æfingaleikjum að undanförnu, en hann hefur ekki enn skrifað undir samning við félagið.

Sport
Fréttamynd

Framarar komnir yfir

Ríkharður Daðason er búinn að koma Fram yfir gegn ÍBV. Hann gerði markið úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Robinho að fara til Real

Brasilíumaðurinn Robinho verður orðinn leikmaður Real Madrid innan nokkurra daga. Hinn 21 árs Robinho neitar að æfa með liði sínu Sao Paulo og nú er aðeins talið formsatriði að ganga frá samningum milli Real og Sao Paulo. Spænskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að búið sé að ákveða kaupverðið á stráknum: 2 milljarðar og 358 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn unnu í Frostaskjóli

Garðar Gunnlaugsson skoraði sigurmark Vals á lokamínútu leiks Vals og KR. Leikurinn er því ekki framlengdur eins og allt stefndi í en mark Garðars kom skiljanlega eins og blaut tuska í andlit KR-inga.

Sport
Fréttamynd

Hart barist í Frostaskjóli

Nú þegar 22 mínútur eru liðnar af leik KR og Vals í fjórðungsúrslitum Visa-bikarkeppni kvenna er enn markalaust en liðin mæta vel stemmd til leiks.

Sport
Fréttamynd

Arsenal ber víurnar í Dacourt

Sky-fréttavefurinn segir frá því í morgun að Arsenal hyggist kaupa Frakkann Oliver Dacourt og að hann eigi að taka við hlutverki Patricks Viera. Dacourt er orðinn 31 árs og lék með Everton og Leeds í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Sumarið er undir

Sumarið er undir hjá okkur KR-ingum í kvöld," sagði Kristján Finnbogason fyrirliði KR í samtali við Vísi.is í dag. KR tekur á móti erfkifjendum sína í Val klukkan 19:15 í 8 liða úrslitum Vísa bikarkeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Stoke kaupir Belga

Stoke City hefur náð samkomulagi um kaup á belgíska landsliðsmanninum Carl Hoefkens. Hoefkens er 26 ára varnarmaður en Stoke kaupir hann frá Germinal Beerschot.

Sport
Fréttamynd

Er Pires á leið frá Arsenal?

Forráðamenn Galatasaray eru sannfærðir um að þeir muni ná að lokka til sín franska miðjumanninn Robert Pires frá Arsenal á næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Draumur FH úti?

Draumar FH um sæti í 2.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru svo gott sem úti. Neftchi var að skora og staðan er nú 1-0 fyrir þeim. Nú þarf FH að gera fjörur mörk til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Draumurinn að spila í úrvalsdeild

Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun.

Sport
Fréttamynd

Brynjar Björn til Reading

Tilboði enska 1.deildarliðsins Reading í íslenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson sem leikur hjá Watford hefur verið samþykkt. Ekki er vitað hvert kaupverðið er sem stendur. Nú á Brynjar Björn eftir að standast læknisskoðunn og semja um eigin hagi áður en hann getur gengið frá félagaskiptum í Reading en fyrir hjá félaginu er Ívar...

Sport
Fréttamynd

Enn jafnt hjá FH - Daði frábær

Eftir þrjátíu og sex mínútna leik er enn jafnt í Kaplakrikanum, en FH hefur þó verið betra liðið. Auðun Helgason og Ásgeir Ásgeirsson eru báðir búnir að komast nálægt því að skora en skallar þeirra fóru naumlega yfir markið.  Neftchi hefur þó fengið besta færi leiksins,en þá slapp Tomislav Misura í gegn en Daði Lárusson sá við honum.

Sport
Fréttamynd

Ekki komist áfram síðan 2000

Íslensk lið hafa ekki komist í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu síðustu fjögur tímabil en síðasta liðið til að komast í gegnum fyrstu hindrun var KR sem sló út maltneska liðið Birkirkara sumarið 2001. FH-ingar mæta Neftchi í Kaplakrika í kvöld og þurfa að vinna upp 0-2 forustu Azerana frá því í fyrri leinum í Bakú.

Sport
Fréttamynd

Placente til Celta Vigo

Argentínski landsliðsmaðurinn Diego Placente er genginn til liðs við spænsa liðið Celta Vigo frá Bayer Leverkusen. Placente er 28 ára gamall og lék með Leverkusen í úrslitum Meistaradeildar Evrópu árið 2002 gegn Real Madrid. Placente neitaði samningi við Leverkusen því hann vildi fara frá Þýskalandi. 

Sport
Fréttamynd

Eiður ætlar að verja titilinn

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Chelsea ætli sér að verja Englandsmeistaratitilinn sem liðið vann á síðustu leiktíð en gerir sér fyllilega grein fyrir því að til að það takist megi liðið hugsanlega ekki tapa einum einasta leik.

Sport
Fréttamynd

Helveg til Mönchengladbach

Hvað eiga Danirnir, Ulrik Le Fevre, Henning Jensen, Allan Simonsen, Carsten Nielsen, Steen Thychosen, Johnny Mölby, Peter Nielsen, Per Pedersen og Morten Skoubo sameiginlegt? Jú allir hafa þeir leikið með þýska liðinu Borussia Mönchengladbach og í dag bættist enn einn Daninn við því Thomas Helveg gekk frá félagskiptum í Mönchengladbach.....

Sport
Fréttamynd

Ballack ekki til United

Michael Ballack, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður Bayern Munchen, hefur undanfarna mánuði verið orðaður við stórlið í allri Evrópu. Manchester United og Inter Milan hafa bæði verið orðuð við kaup á miðjumanninum sterka, en hann hefur nú lýst því yfir að líklegast sé að hann verði áfram hjá Bayern Munchen.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarlið FH -Heimir ekki með

Markvörður: Daði Lárusson (F) Vörn: Auðun Helgason, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson Miðja: Baldur Bett, Ásgeir Ásgeirsson og Davíð Þór Viðarsson Sókn: Allan Borgvardt, Tryggvi Guðmundsson, Jón Stefánsson.

Sport
Fréttamynd

Vörn Neftchi einfaldlega of sterk

Skynsamur leikur Neftchi lagði grunninn að sigri liðsins gegn FH í gær, þegar Íslandsmeistararnir féllu út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Sport
Fréttamynd

30 stuðningsmenn Nefchi mættir

Hafnarfjarðarmafían, stuðningsmannaklúbbur FH, má hafa sig alla við í kvöld ætli þeir sér að hafa betur á áhorfendapöllunum, því 30 háværir stuðningsmenn Nefchi frá Azerbadjan eru mættir til landsins. Nefchi sigraði fyrri leikinn 2-0 og því þurfa FH-ingar mikinn stuðning. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Benitez segir að Baros sé á förum

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur viðurkennt að koma Peter Crouch til liðsins frá Southampton sé líkleg til að marka endalok Milan Baros hjá félaginu.

Sport