Fréttir Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57 Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið. Innlent 8.9.2006 18:05 Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér. Innlent 8.9.2006 17:40 Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla. Innlent 8.9.2006 17:55 Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram. Innlent 8.9.2006 17:27 FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi. Innlent 8.9.2006 17:21 Varnarviðræður halda áfram 14. september Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 8.9.2006 17:19 Starfsemi leikhúsanna kynnt í nýjum bækling Fulltrúar leikhúsanna á Íslandi komu saman í Hressingarskálanum í dag til að kynna úgáfu bæklings sem innheldur upplýsingar um allt það sem verður á dagskrá leikhúsanna á komandi leikári. Innlent 8.9.2006 16:25 Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Innlent 8.9.2006 16:40 Magni og frú fá dúnsængur Það er greinilegt að árangur Magna Ásgeirssonar í Rockstar:Supernova gleður marga. Fréttavefurinn Austurlandið punktur is greinir frá því að eigendur verslunarinnar Gæði og mýkt á Grensásvegi hafi ákveðið að gefa Magna og konu hans dúnsængur og dúnkodda fyrir frábæran árangur í raunveruleikaþættinum. Innlent 8.9.2006 15:52 Mikil hækkun á bréfum FL Group Gengi bréfa í FL Group tóku mikinn kipp í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra hækkaði um 11,41 prósent og stendur gengi bréfa í félaginu í 20,5 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins jókst um 16 milljarða krónur við hækkunina. Viðskipti innlent 8.9.2006 16:27 Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu staðfest Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sextán ár apilti sem grunaður er um að hafa stungið tuttugu og fimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 8.9.2006 16:12 900 sjálfboðaliðar skráðir í söfnun RKÍ Um 900 sjálfboðaliðar hafa þegar skráð sig í landssöfnun Rauða kross Íslands sem fer fram á morgun undir kjörorðinu Göngum til góðs. Hefur mikill stígandi verið í skráningu sjálfboðaliða síðustu daga og hafa um 400 bæst við frá því gærdag. Rauði krossinn þarf um 2.000 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu. Innlent 8.9.2006 15:48 Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:03 Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:06 Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir hótanir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn valdstjórninni. Innlent 8.9.2006 14:52 Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 14:56 Laugarlækjaskóli ver titil á heimavelli Norðurlandamót grunnskóla í skák hefst í dag klukkan átján í Lauglækjaskóla, en hann á einmitt titil að verja. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum mótsins að skólameistarar frá öllum Norðurlöndunum séu komnir til landsins til að reyna með sér og stendur mótið fram á sunnudagskvöld. Innlent 8.9.2006 14:34 Annir hjá lögreglu í gær Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Innlent 8.9.2006 14:30 Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst og drógust saman um tæpa tvo milljarða frá fyrra mánuði þegar þau námu 5,1 milljarði. Innlent 8.9.2006 14:11 Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar. Innlent 8.9.2006 13:56 Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 8.9.2006 13:04 Barr með nýtt tilboð í Pliva Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva. Á vefsíðu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Viðskipti innlent 8.9.2006 13:51 Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 12:56 Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 12:52 Auðvelt að kenna Litháum um fíkniefnavanda hér á landi Það er auðveld lausn og ódýr að kenna Litháum um fíkniefnavanda Íslendinga, segir maður sem skipuleggur stofnun þingflokks um málefni innflytjenda. Hann segir ótækt að einblína á smygl um Keflavíkurflugvöll þegar hafnir landsins standi galopnar fyrir smygli. Innlent 8.9.2006 12:41 Upplýsingum um Strætó ekki leynt Upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætós bs. var ekki haldið leyndum fyrir kosningar, segir fyrrum stjórnarformaður byggðasamlagsins. Mikill pólitískur ágreiningur um reksturinn hafi hins vegar ekki verið gerður opinber - og það kunni að hafa verið mistök. Innlent 8.9.2006 12:36 Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:19 Samdráttur hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst. Þar af telst 3,1 milljarður króna til almennra lána en 100 milljónir til leiguíbúðalána.Þetta er talsverður samdráttur frá júlí en þá námu heildarútlán sjóðsins 5,1 milljarði króna. Viðskipti innlent 8.9.2006 12:37 Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Innlent 8.9.2006 12:14 « ‹ ›
Engin gögn um tengsli milli Saddams og al Kaída Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl hafi verið á milli Saddams Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og al Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Erlent 8.9.2006 20:57
Segist vilja að fylgst sé með lofhelginni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra vill ekki staðfesta hvort eftirlit sé haft með ómerktum flugvélum í íslenskri lofthelgi þrátt fyrir fréttir um að bandaríkjaher hafi hætt eftirlitinu fyrir nokkrum vikum. Geir H. Harde forsætisráðherra vill heldur ekki tjá sig um málið. Innlent 8.9.2006 18:05
Bað ekki um að þyrlurnar yrðu lengur Björn Bjarnason segist ekki hafa beðið Bandaríkjamenn um að halda björgunarþyrlum sínum þar til aðrar þyrlur kæmu í þeirra stað í október en þyrlur hersins fara í næstu viku. Formaður Sjómannasambands Ísland segir það setja sjómenn í hættu að bilið þarna á milli sé ekki brúað því slysin geri ekki boð á undan sér. Innlent 8.9.2006 17:40
Mæta í vinnu hjá Varnarliðinu en hafa ekkert að gera Íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu mæta til vinnu dag hvern en hafa engin verkefni. Um 300 Íslendingar eru þar enn við störf þrátt fyrir að búið sé að fjarlæga tölvur, síma, verkfæri og jafnvel skrifborðsstóla. Innlent 8.9.2006 17:55
Barr hækkar tilboð sitt í PLIVA Forsvarsmenn bandaríska lyfjafyrirtæksins Barr greindu frá því í dag þeir hefðu hækkað tilboð sitt í öll hlutabréf króatíska lyfjafyrirtækisins PLIVA. Þar með heldur barátta Actavis og Barr um yfirráð í PLIVA áfram. Innlent 8.9.2006 17:27
FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi. Innlent 8.9.2006 17:21
Varnarviðræður halda áfram 14. september Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Innlent 8.9.2006 17:19
Starfsemi leikhúsanna kynnt í nýjum bækling Fulltrúar leikhúsanna á Íslandi komu saman í Hressingarskálanum í dag til að kynna úgáfu bæklings sem innheldur upplýsingar um allt það sem verður á dagskrá leikhúsanna á komandi leikári. Innlent 8.9.2006 16:25
Samkeppni íslenskra háskóla ekki af hinu góða Samkeppnisumhverfið sem íslenskir háskólar búa við er ekki af hinu góða. Þetta er meðal þess sem gagnrýnt er í nýrri skýrslu OECD um íslenska háskólakerfið. Þar kemur einnig fram að gæðaeftirlit með skólunum er ófullnægjandi. Innlent 8.9.2006 16:40
Magni og frú fá dúnsængur Það er greinilegt að árangur Magna Ásgeirssonar í Rockstar:Supernova gleður marga. Fréttavefurinn Austurlandið punktur is greinir frá því að eigendur verslunarinnar Gæði og mýkt á Grensásvegi hafi ákveðið að gefa Magna og konu hans dúnsængur og dúnkodda fyrir frábæran árangur í raunveruleikaþættinum. Innlent 8.9.2006 15:52
Mikil hækkun á bréfum FL Group Gengi bréfa í FL Group tóku mikinn kipp í Kauphöll Íslands í dag en gengi þeirra hækkaði um 11,41 prósent og stendur gengi bréfa í félaginu í 20,5 krónum á hlut. Markaðsvirði félagsins jókst um 16 milljarða krónur við hækkunina. Viðskipti innlent 8.9.2006 16:27
Gæsluvarðhald vegna hnífsstungu staðfest Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sextán ár apilti sem grunaður er um að hafa stungið tuttugu og fimm ára gamla karlmann í bakið með hnífi í Laugardal aðfararnótt þriðjudags. Innlent 8.9.2006 16:12
900 sjálfboðaliðar skráðir í söfnun RKÍ Um 900 sjálfboðaliðar hafa þegar skráð sig í landssöfnun Rauða kross Íslands sem fer fram á morgun undir kjörorðinu Göngum til góðs. Hefur mikill stígandi verið í skráningu sjálfboðaliða síðustu daga og hafa um 400 bæst við frá því gærdag. Rauði krossinn þarf um 2.000 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu. Innlent 8.9.2006 15:48
Útgöngubanni komið á eftir sprengingar Minnst tuttugu og fimm týndu lífi og rúmlega hundrað og tuttugu særðust í tveimur sprengingum í Malegaon á vesturhluta Indlands í morgun. Minnst tuttugu eru sagðir í lífshættu. Ekki er fullvíst hvað olli sprengingunum en grunur leikur á að um sprengjuárásir hafi verið að ræða. Útgöngubann hefur verið sett á í hluta borginni sem er fjármálamiðstöð Indlands. Erlent 8.9.2006 15:03
Geimskoti Atlantis frestað aftur Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar. Erlent 8.9.2006 15:06
Tveggja mánaða skilorðsbundinn dómur fyrir hótanir Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir brot gegn valdstjórninni. Innlent 8.9.2006 14:52
Fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna hryðjuverkasamsæris Dómstóll í Danmörku hefur úrskurðað fimm menn í gæsluvarðhald í fjórar vikur en þeir voru handteknir í Vollsmose fyrr í vikunni, grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Erlent 8.9.2006 14:56
Laugarlækjaskóli ver titil á heimavelli Norðurlandamót grunnskóla í skák hefst í dag klukkan átján í Lauglækjaskóla, en hann á einmitt titil að verja. Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum mótsins að skólameistarar frá öllum Norðurlöndunum séu komnir til landsins til að reyna með sér og stendur mótið fram á sunnudagskvöld. Innlent 8.9.2006 14:34
Annir hjá lögreglu í gær Þremur tölvum var stolið í jafnmörgum þjófnaðarmálum sem voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Einni var stolið úr skóla, annarri í heimahúsi þar sem þjófurinn fór inn um svaladyr en ekki er fullkomlega ljóst með hvaða hætti þriðja tölvan hvarf. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Innlent 8.9.2006 14:30
Útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst og drógust saman um tæpa tvo milljarða frá fyrra mánuði þegar þau námu 5,1 milljarði. Innlent 8.9.2006 14:11
Vill ræða arðsemismat í ljósi nýrra upplýsinga Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, óskaði eftir því á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag að fulltrúar Landsvirkjunar og hagfræði- og efnhagssérfræðingar kæmu á fund nefndarinnar. Tilefnið er arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar í ljósi upplýsinga um aukinn kostnað virkjunarinnar. Innlent 8.9.2006 13:56
Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 8.9.2006 13:04
Barr með nýtt tilboð í Pliva Bandaríska lyfjafyrirtækið Barr hefur sett fram nýtt tilboð í allt hlutafé króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva. Á vefsíðu Barr kemur fram að ekki verði greint frá því hvað felist í tilboðinu fyrr en Hanfa, fjármálaeftirlit Króatíu, hafi farið yfir boðið og veitt samþykki sitt. Viðskipti innlent 8.9.2006 13:51
Biðst afsökunar á netþjófnaði Þjóðarflokksins Lars Leijonborg, leiðtogi Þjóðarflokksins í Svíþjóð, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að nokkrir háttsettir flokksmenn hefðu brotist inn á lokaða vefsíðu Jafnaðarmannaflokksins í aðdraganda þingkosninganna eftir rúma viku. Erlent 8.9.2006 12:56
Staðfest að Ísraelar hafi aflétt hafnbanni Fulltrúar friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Líbanon staðfestu í dag að Ísraelar hefðu aflétt hafnbanni sínu á landið í morgun. Flugbanni var aflétt í gær. Erlent 8.9.2006 12:52
Auðvelt að kenna Litháum um fíkniefnavanda hér á landi Það er auðveld lausn og ódýr að kenna Litháum um fíkniefnavanda Íslendinga, segir maður sem skipuleggur stofnun þingflokks um málefni innflytjenda. Hann segir ótækt að einblína á smygl um Keflavíkurflugvöll þegar hafnir landsins standi galopnar fyrir smygli. Innlent 8.9.2006 12:41
Upplýsingum um Strætó ekki leynt Upplýsingum um bága fjárhagsstöðu Strætós bs. var ekki haldið leyndum fyrir kosningar, segir fyrrum stjórnarformaður byggðasamlagsins. Mikill pólitískur ágreiningur um reksturinn hafi hins vegar ekki verið gerður opinber - og það kunni að hafa verið mistök. Innlent 8.9.2006 12:36
Undirbýr kæru vegna handtöku meintra hryðjuverkamanna Íslamskur trúarleiðtogi í Danmörku segir dönsku lögregluna ekki hafa neinar sannanir gegn meintum hryðjuverkamönnum sem hún handtók í Vollsmose fyrr í vikunni. Hann undirbýr kæru á hendur lögreglunni. Erlent 8.9.2006 12:19
Samdráttur hjá Íbúðalánasjóði Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 3,2 milljörðum króna í ágúst. Þar af telst 3,1 milljarður króna til almennra lána en 100 milljónir til leiguíbúðalána.Þetta er talsverður samdráttur frá júlí en þá námu heildarútlán sjóðsins 5,1 milljarði króna. Viðskipti innlent 8.9.2006 12:37
Stefnir í Suðurlandsskjálfta fyrir kosningar Það stefnir í nokkurs konar Suðurlandsskjálfta hjá Sjálfstæðismönnum í Suður- og Suðvesturkjördæmi þegar þingmenn og ráðherrar bítast um efstu sætin á framboðslistum til alþingiskosninga. Innlent 8.9.2006 12:14