Fréttir

Fréttamynd

Útlit fyrir metfjölgun landsmanna á árinu

Útlit er fyrir metfjölgun landsmanna á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar fólksflutninga frá útlöndum. Samkvæmt þjóðskrár voru landsmenn ríflega 304.300 1. júlí síðastliðinni og hafði þeim fjölgað um eitt og hálft prósent frá áramótum.

Innlent
Fréttamynd

Vonir um skipan samsteypustjórnar

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna, tilkynnti í morgun að hann gerði sér vonir um að innan skamms yrði hægt yrði að mynda samsteypustjórn. Sú stjórn yrði skipuð bæði Hamas-liðum og fulltrúum Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago

Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets.

Erlent
Fréttamynd

Háskólakennurum fjölgar um 101 milli ára

Háskólakennurum fjölgaði um hundrað og einn á milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Árið 2004 voru þeir um 1731 í 1158 stöðugildum en þeir voru 1832 í 1247 stöðugildum í nóvember í fyrra. Meirihluti starfsmanna við kennslu á háskólastigi, eða 60 prósent, er í hlutastarfi samkvæmt tölunum.

Innlent
Fréttamynd

Blair kominn til Líbanons

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom í morgun til Líbanons. Þar átti hann fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons. Þingforseti landsins, sem er náinn bandamaður Hizbollah, átti að funda með Blair, en fór frá Beirút skömmu áður, að því er virðist til að snupra Blair.

Erlent
Fréttamynd

Kögun semur við bandaríska flotann

Bandaríski flotinn hefur eftir útboð tekið tilboði Kögunar hf. í rekstur fjarskiptastöðvar flotans í Grindavík. Útboðið er hluti af þeirri endurskipulagningu sem orðið hefur vegna brotthvarfs hersins og með þessu tekst að skapa áframhaldandi störf fyrir hluta þeirra starfsmanna sem sinnt hafa þjónustu við Varnarliðið á vegum Kögunar, segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt myndband frá al Qaeda

Tvær myndbandsupptökur sem birtar voru á netinu í gærkvöldi eru sagðar sýna Osama bin Laden, leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna, þar sem hann hittir aðra stjórnendur í fjallahéraði í óþekktu landi. Svo virðist sem verið sé að leggja á ráðin um árásirnar á New York og Washington fyrir fimm árum.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð undir 65 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 65 bandaríkjadali á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi í dag í kjölfar árangursríkrar niðurstöðu af viðræðum Írana og Evrópusambandsins í Vín í Austurríki í gær sem koma eiga í veg fyrir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn Írönum. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

1,3 prósent verðbólga í Kína

Verðbólga hækkaði um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Kína og mældist 1,3 prósent á ársgrundvelli í ágúst, samkvæmt útreikningum hagstofu landsins. Greiningaraðilar segja bjuggust almennt við þessum niðurstöðum og segja verðbólguþróun í takt við væntingar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bráðabirgðastjórnin sögð hafa haldið velli

Milo Djukanovic, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Svartfjallalands, lýsti í gærkvöldi yfir sigri í þingkosningum sem fóru fram í landinu í gær, þeim fyrstu frá því landið hlaut sjálfstæði fyrr í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ár frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin

Í dag eru fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin sem kostuðu um þrjú þúsund manns lífið. George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura tóku þátt í minningarathöfn um þá sem fórust í New York í gær.

Erlent
Fréttamynd

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust

Ríflega þrjátíu milljónir króna söfnuðust í landssöfnuninni Göngum til góðs sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær. Þessi upphæð á eftir að hækka þar sem enn hefur ekki verið talið í nokkrum deildum Rauða krossins úti á landi, og tvær deildir munu ganga til góðs í dag.

Innlent
Fréttamynd

Blair ræðir ekki við Haniyeh

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, eru báðir tilbúnir til viðræðna um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Tony Blair, forsætisráðherra, hefur á tæpum sólarhring fundað með helstu leiðtogum Ísraela og Palestínumanna og reynt að miðla málum. Hann mun þó ekki funda með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas-liða.

Erlent
Fréttamynd

Óttast árásir á Bandaríkin

Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðum þokar áfram

Javier Solana, utanríkisrmálastjóri Evrópusambandsins, og Ari Larijani, aðal samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturveldin, segja fundi sína í Vínarborg í dag og í gær hafa skilað nokkrum árangri. Stjórnmálaskýrendur segja þessa fundaröð síðasta tækifæri Írana til að koma í veg fyrir refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál í Keflavík

Lögreglan í Keflavík þurfti fimm sinnum að stöðva slagsmál á Hafnargötunni þar í bæ í nótt. Tveir leituðu sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar ólátanna en enginn var fluttur á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmennirnir enn ófundnir

Öryggisvörður var stunginn í bakið í nótt í verslun Select í Breiðholti og starfsmaður verslunarinnar var sleginn í höfuðið. Árásarmennirnir eru ófundnir.

Innlent
Fréttamynd

Sjö á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut

Sjö voru fluttir á slysadeild í nótt lítið meiddir eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Miklubraut nærri Rauðarárstíg. Bifreiðin reif niður 25 metra af járngirðingu á umferðareyju sem þar er og lenti svo framan á annarri bifreið sem kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Kosið í Svartfjallalandi

Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Páfi messar í München

Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fleirum bjargað úr gullnámu í Síberíu

25 námamenn hafa nú fundist látnir í gullnámu í Síberíu. Eldur kviknaði í námunni á fimmtudaginn og við það losnuðu eiturgufur. Eldurinn var slökktur nokkrum klukkustundum eftir að hann kviknaði en þá sátu 33 námamenn fastir í námunni. 8 var bjargað í gær.

Erlent
Fréttamynd

Blair hittir Olmert og Abbas

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Jerúsalem til viðræðan um friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann átt í gærkvöldi fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og í morgun ræddi hann við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Olmert segist tilbúinn til viðræðna við Abbas jafnvel þótt ísraelskur hermaður, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma í sumar, verði ekki látinn laus. fyrir þann tíma.

Erlent
Fréttamynd

Flutningabíll valt á Vestfjörðum

Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisvörður stunginn í síðuna

Öryggisvörður var stunginn í síðuna í verslun Select í Breiðholti um þrjúleytið í nótt þegar hann reyndi að koma nokkrum ungum mönnum út úr versluninni. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans reyndust minni en óttast var í fyrstu. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur grun um hverjir voru að verki og er þeirra nú leitað.

Innlent
Fréttamynd

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Innlent
Fréttamynd

Fann fórnarlambið á vefsíðu fyrir samkynhneigða

Pilturinn sem kom sér í kynni við mann í gegnum netið gagngert til að drepa hann, fór inn á vef fyrir samkynhneigða, þar sem hann taldi að þá væri auðveldara að fá viðkomandi til að hitta sig. Hann dvelur nú á unglingaheimili.

Innlent
Fréttamynd

Haftið rofið

Stærsti jarðborinn lauk hlutverki sínu í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar í morgun. Herdís Sigurgrímsdóttir var fyrir austan og fylgdist með ferlíkinu brjóta niður síðasta berghaftið.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að bregðast við misskiptingu

Rúmlega 2500 manns gengu til góðs í dag og söfnuðu fé handa börnum í suðurhluta Afríku. Einn göngumanna var forseti Íslands sem telur einnig brýnt að stjórnvöld, sveitarfélög og almenningur hrindi af stað þjóðarátaki til að jafna lífskjörin á Íslandi.

Innlent