Fréttir Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður nýrrar stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, en það var gert á aðalfundi ráðsins á Akureyri í gærkvöldi. Formaður ráðsins var kjörinn í netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að þetta muni vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Innlent 28.9.2006 15:44 Á slysadeild eftir árekstur við kyrrstæðan bíl Þrjár fimmtán ára stúlkur þurftu að leita á slysadeild eftir að bíl, sem þær voru farþegar í, var bakkað á kyrrstæðan bíl. Við stýrið var 17 ára drengur og var áreksturinn svo harður að fjarlægja varð kyrrstæða bílinn af vettvangi vegna skemmda. Innlent 28.9.2006 15:14 Útlendingar falla í Írak Erlent 28.9.2006 15:09 FF fagnar nýjum tillögum um íbúðalánamarkað Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og að Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. Innlent 28.9.2006 15:08 Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. Viðskipti erlent 28.9.2006 15:02 Tveir berjast um formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður kjörinn á landsfundi á morgun. Baráttan stendur einkum milli tveggja sveitarstjórnarmanna. Innlent 28.9.2006 14:55 Einhver dapurlegasti dagur langrar starfsævi „Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi vegna þess að hér er verið að hefja mestu mögulegu óafturkræfu umhverfissspjöll sem hægt er að fremja á Íslandi og það á kostnað milljóna ófæddra Íslendinga,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður í samtali við NFS, en hann er nú staddur við Kárahnjúka þar sem hann hyggst fara á báti niður gljúfrin sem fara nú undir Háslón. Innlent 28.9.2006 14:40 Rússar reiðir Erlent 28.9.2006 14:31 Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. Viðskipti erlent 28.9.2006 14:31 Þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu Tæplega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarlegar hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar fyrr á þessu ári. Innlent 28.9.2006 14:19 Græða vel á líflátnum föngum Erlent 28.9.2006 14:08 Segja daginn sorgardag á Íslandi Félag um verndun hálendis Austulands og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja daginn í dag sorgardag á Íslandi, en eins og kunnugt er hófst fylling Hálslóns í morgun. Félögin segir að með því hafi herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell hafist og að Ísland verði fátækara í kvöld en það var í morgun. Innlent 28.9.2006 13:51 Níu gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi Níu manns gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga, þar af fjórir sem sækjast eftir forystusætinu. Þetta varð ljóst eftir að framboðsfrestur rann út í gær. Innlent 28.9.2006 13:37 Krefjast stofnanasamnings án tafar Almennur félagsfundur sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni krefst þess að gengið verði frá stofnanasamningi við sjúkraliða án frekari tafa. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi í gær. Innlent 28.9.2006 13:28 Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26 Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 28.9.2006 12:46 Sprengingar hafnar við Héðinsfjarðargöng Sprengingar eru hafnar við eina dýrustu samgönguframkvæmd sögunnar, Héðinsfjarðargöng. Göngin verða fullbúin eftir þrjú ár. Innlent 28.9.2006 12:32 Fylling Hálslóns hefur gengið vel Jökla var stífluð við Kárahnjúka á tíunda tímanum í morgun og gekk framkvæmdin vel að sögn talsmanns virkjunarinnar. Hálslón er byrjað að myndast og hefur það hækkað um tíu metra við stífluna frá því að tappinn var settur í. Fyrir neðan stíflu er Jökla að hverfa. Innlent 28.9.2006 12:17 Aðgerðir lögreglu taldar hafa sett atburðarás af stað Gíslatöku vopnaðs manns í menntaskóla í Colorado í Bandaríkjunum í gær lyktaði með því að hann stytti sér aldur eftir að hafa skotið unglingsstúlku til bana. Aðgerðir lögreglu virðast hafa hrundið atburðarásinni af stað. Erlent 28.9.2006 12:21 Losun koltvísýrings næstmest í Reykjavík á Norðurlöndum Losun koltvísýrings vegna samgangna er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Þetta kom fram á stórborgaráðstefnu norrænu ríkjanna sem haldin var á dögunum og greint er frá á vef Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Innlent 28.9.2006 11:35 Jospin ætlar ekki í framboð til forseta Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, segir að hann muni ekki sækjast eftir að verða forseti Frakklands þegar Jacques Chirac lætur af embætti næsta vor. Þessi yfirlýsing Jospins eykur líkurnar á því að Ségoléne Royal verði frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Erlent 28.9.2006 11:35 Forseti litháíska þingsins í opinberri heimsókn Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, er í opinberri heimsókn hér á landi sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Forsetinn mun ásamt sendinefnd funda með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka. Innlent 28.9.2006 11:00 Hringekja vitleysunnar Erlent 28.9.2006 11:24 Bush réttir úr kútnum Erlent 28.9.2006 11:17 Afgreiðsla Icelandair flutt til á Heathrow í lok október Afgreiðsla Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum færist frá flugstöðvarbyggingu tvö til byggingar eitt í lok október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 28.9.2006 10:23 Kynna drög að samningu um útvarpsþjónustu í almannaþágu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafa boða til blaðamannafundar nú klukkan tólf þar sem kynnt verða drög að samningi ráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Greint verður frekar frá fundinum á Vísi síðar í dag. Innlent 28.9.2006 10:51 Jafet selur fjórðungshlut sinn í VSB Jafet S. Ólafsson, framkvæmdatjóri VBS fjárfestingabanka, hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í bankanum og á tvö prósent eftir söluna. Kaupandi er fjárfestingafélagið FSP, sem er í eigu tuttugu sparisjóða og Sparisjóðabanka Íslands. Innlent 28.9.2006 10:47 Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.9.2006 10:37 Verða að störfum við Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi Starfmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða að störfum í Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi en þangað voru þeir kallaðir laust eftir klukkan þrjú nótt eftir að um það bil eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr gaslögn við suðuhreinsun í virkjuninni. Innlent 28.9.2006 10:37 Vill óháða rannsóknarnefnd vegna leyniþjónustustarfsemi Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að kanna umfang leyniþjónustustarfsemi hér á tímum kalda stríðsins. Kemur sú krafa í framhaldi af uppljóstrunum Þórs Whitehead sagnfræðings sem greindi frá í því í grein í ritinu Þjóðmál að slík starfsemi hefði verið á vegum stjórnvalda á tímabilinu. Innlent 28.9.2006 10:11 « ‹ ›
Dagur kjörinn formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur verið kjörinn formaður nýrrar stjórnar sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, en það var gert á aðalfundi ráðsins á Akureyri í gærkvöldi. Formaður ráðsins var kjörinn í netkosningu meðal sveitarstjórnarmanna og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni að þetta muni vera í fyrsta sinn sem sú aðferð er viðhöfð hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Innlent 28.9.2006 15:44
Á slysadeild eftir árekstur við kyrrstæðan bíl Þrjár fimmtán ára stúlkur þurftu að leita á slysadeild eftir að bíl, sem þær voru farþegar í, var bakkað á kyrrstæðan bíl. Við stýrið var 17 ára drengur og var áreksturinn svo harður að fjarlægja varð kyrrstæða bílinn af vettvangi vegna skemmda. Innlent 28.9.2006 15:14
FF fagnar nýjum tillögum um íbúðalánamarkað Félag fasteignasala fagnar tillögum stýrihóps félagsmálaráðherra um að staðinn sé vörður um stefnu íslenskra stjórnvalda í húsnæðismálum og að Íbúðalánasjóður gegni þar mikilvægu hlutverki. Innlent 28.9.2006 15:08
Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. Viðskipti erlent 28.9.2006 15:02
Tveir berjast um formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga Nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður kjörinn á landsfundi á morgun. Baráttan stendur einkum milli tveggja sveitarstjórnarmanna. Innlent 28.9.2006 14:55
Einhver dapurlegasti dagur langrar starfsævi „Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi vegna þess að hér er verið að hefja mestu mögulegu óafturkræfu umhverfissspjöll sem hægt er að fremja á Íslandi og það á kostnað milljóna ófæddra Íslendinga,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður í samtali við NFS, en hann er nú staddur við Kárahnjúka þar sem hann hyggst fara á báti niður gljúfrin sem fara nú undir Háslón. Innlent 28.9.2006 14:40
Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. Viðskipti erlent 28.9.2006 14:31
Þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu Tæplega fertugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir alvarlegar hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar fyrr á þessu ári. Innlent 28.9.2006 14:19
Segja daginn sorgardag á Íslandi Félag um verndun hálendis Austulands og Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja daginn í dag sorgardag á Íslandi, en eins og kunnugt er hófst fylling Hálslóns í morgun. Félögin segir að með því hafi herför valdsins gegn vesturöræfum við Snæfell hafist og að Ísland verði fátækara í kvöld en það var í morgun. Innlent 28.9.2006 13:51
Níu gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi Níu manns gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga, þar af fjórir sem sækjast eftir forystusætinu. Þetta varð ljóst eftir að framboðsfrestur rann út í gær. Innlent 28.9.2006 13:37
Krefjast stofnanasamnings án tafar Almennur félagsfundur sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni krefst þess að gengið verði frá stofnanasamningi við sjúkraliða án frekari tafa. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi í gær. Innlent 28.9.2006 13:28
Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26
Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Innlent 28.9.2006 12:46
Sprengingar hafnar við Héðinsfjarðargöng Sprengingar eru hafnar við eina dýrustu samgönguframkvæmd sögunnar, Héðinsfjarðargöng. Göngin verða fullbúin eftir þrjú ár. Innlent 28.9.2006 12:32
Fylling Hálslóns hefur gengið vel Jökla var stífluð við Kárahnjúka á tíunda tímanum í morgun og gekk framkvæmdin vel að sögn talsmanns virkjunarinnar. Hálslón er byrjað að myndast og hefur það hækkað um tíu metra við stífluna frá því að tappinn var settur í. Fyrir neðan stíflu er Jökla að hverfa. Innlent 28.9.2006 12:17
Aðgerðir lögreglu taldar hafa sett atburðarás af stað Gíslatöku vopnaðs manns í menntaskóla í Colorado í Bandaríkjunum í gær lyktaði með því að hann stytti sér aldur eftir að hafa skotið unglingsstúlku til bana. Aðgerðir lögreglu virðast hafa hrundið atburðarásinni af stað. Erlent 28.9.2006 12:21
Losun koltvísýrings næstmest í Reykjavík á Norðurlöndum Losun koltvísýrings vegna samgangna er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Þetta kom fram á stórborgaráðstefnu norrænu ríkjanna sem haldin var á dögunum og greint er frá á vef Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Innlent 28.9.2006 11:35
Jospin ætlar ekki í framboð til forseta Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, segir að hann muni ekki sækjast eftir að verða forseti Frakklands þegar Jacques Chirac lætur af embætti næsta vor. Þessi yfirlýsing Jospins eykur líkurnar á því að Ségoléne Royal verði frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Erlent 28.9.2006 11:35
Forseti litháíska þingsins í opinberri heimsókn Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, er í opinberri heimsókn hér á landi sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Forsetinn mun ásamt sendinefnd funda með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka. Innlent 28.9.2006 11:00
Afgreiðsla Icelandair flutt til á Heathrow í lok október Afgreiðsla Icelandair á Heathrow-flugvelli í Lundúnum færist frá flugstöðvarbyggingu tvö til byggingar eitt í lok október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 28.9.2006 10:23
Kynna drög að samningu um útvarpsþjónustu í almannaþágu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafa boða til blaðamannafundar nú klukkan tólf þar sem kynnt verða drög að samningi ráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Greint verður frekar frá fundinum á Vísi síðar í dag. Innlent 28.9.2006 10:51
Jafet selur fjórðungshlut sinn í VSB Jafet S. Ólafsson, framkvæmdatjóri VBS fjárfestingabanka, hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í bankanum og á tvö prósent eftir söluna. Kaupandi er fjárfestingafélagið FSP, sem er í eigu tuttugu sparisjóða og Sparisjóðabanka Íslands. Innlent 28.9.2006 10:47
Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.9.2006 10:37
Verða að störfum við Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi Starfmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða að störfum í Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi en þangað voru þeir kallaðir laust eftir klukkan þrjú nótt eftir að um það bil eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr gaslögn við suðuhreinsun í virkjuninni. Innlent 28.9.2006 10:37
Vill óháða rannsóknarnefnd vegna leyniþjónustustarfsemi Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að kanna umfang leyniþjónustustarfsemi hér á tímum kalda stríðsins. Kemur sú krafa í framhaldi af uppljóstrunum Þórs Whitehead sagnfræðings sem greindi frá í því í grein í ritinu Þjóðmál að slík starfsemi hefði verið á vegum stjórnvalda á tímabilinu. Innlent 28.9.2006 10:11