Fréttir

Fréttamynd

Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afgangur ríkissjóðs nemur 36 milljörðum á hálfu ári

Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri hluta ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma er niðurstaðan sögð lakari hjá sveitarfélögum þar sem er 2,2 milljarða króna halli. Heildartekjur hins opinbera á öðrum ársfjórðungi nema 131,2 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvann

Lögreglunni í Reykjavík hafa borist tilkynningar um þrjú umferðaróhöpp í kringum myrkvunina í höfuðborginni í kvöld. Það virðist sem að fólk hafi almennt virt ábendingar lögreglunnar að vettugi um að halda kyrru fyrir á meðan á myrkvanum stóð. Lögreglu bárust kvartanir vegna bíla sem lagt var á víð og dreif. Margir þeirra sköpuðu hættu þar sem lýsing var lítil.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið

Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Zambíu

Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Zambíu í dag. Í þessum fjórðu almennu kosningum, sem haldnar eru frá því eins stjórnmálaflokkskerfi í landinu var rofið árið 1991, var meðal annars kosið um nýjan forseta og hundrað og fimmtíu þingsæti. Yfir fjórar milljónir manna skráðu sig til að taka þátt í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Mikil umferð á meðan á myrkvun stóð

Mikil umferð hefur verið í höfuðborginni en slökkt var á öllum götuljósum klukkan 22:00. Skýjað er yfir borginni og því sést lítið til stjarna. Lögreglan í Reykjavík segir að nokkuð hafi verið um að fólk hafi skotið upp flugeldum sem sé stranglega bannað. Einnig hefur verið mikið um hópasöfnun unglinga víða í borginni í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Handtekin tvisvar á rúmlega klukkutíma

Kona á þrítugsaldri var handtekin tvisvar í dag á rúmlega klukkutíma. Fyrst eftir að hún reyndi að smygla tíu grömmum af hassi inn á Litla hraun um miðjan dag í dag. Konan kom sem gestur og hafði hassið meðferðis innan klæða. Hún var færð til yfirheyrslu á Selfoss.

Innlent
Fréttamynd

Tvöföldun á hagnaði Mosaic Fashions

Tískuvörukeðjan Mosaic Fashions hf. skilaði 5,6 milljóna punda hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta samsvarar 738,4 milljónum íslenskra króna og er rétt rúm tvöföldun á hagnaði félagsins á milli ára. Á sama í fyrra nam hann 2,7 milljónum punda. Mestur hluti hagnaðarins varð til á öðrum ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tengsl milli neyslu sykurdrykkja og ofvirkni

Neysla sykurdrykkja eykur hættu á andlegum heilsufarslegum vandamálum. Ný rannsókn sem gerð á unglingum í Osló í Noregi sýndir að eftir því sem unglingar neyta meira af sykurdrykkjum þeim mun meiri hætta er á að þeir þjáist af ofvirkni eða stressi.

Erlent
Fréttamynd

Fær tæpar sex milljónir í bætur

FL Group var í dag dæmt til að greiða manni sem var í starfi hjá félaginu tæpa sex og hálfa miljón króna vegna líkamstjóns sem maðurinn varð fyrir í starfi hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hætt kominn í kviksyndi

10 ára drengur var hætt kominn þegar hann sökk upp að hálsi í kviksyndi skammt frá Akureyri. Drengurinn segir Guð hafa bjargað lífi sínu. Það voru hinsvegar dauðlegir menn sem beittu ýtrustu kröftum til að toga hann upp.

Innlent
Fréttamynd

Árni Johnsen sækist eftir 1. eða 2. sæti

Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður sækist eftir 1. eða 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Árni sagði í samtali við NFS að hann vildi vinna að góðum málum fyrir fólkið í landinu og fólkið í sínu kjördæmi. Hann hefði fengið mjög mikla hvatningu en honum hefur meðal annars borist undirskriftarlisti með 1150 nöfnum úr öllum byggðum í kjördæminu. Hann hafi nú ákveðið að taka áskoruninni og er bjartsýnn á framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðum fækkar í Bandaríkjunum

Sjálfsmorðum fer fækkandi í Bandaríkjunum ef marka má nýja rannsókn sem birt var þar í landi í dag. Þar kemur fram að tíðni sjálfsmorða meðal aldraðra og ungra hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan á 9. áratugnum. Rannsóknin gefur í skyn að ný þunglyndislyf auka ekki líkur á sjálfvígum líkt og haldið hefur verið fram.

Erlent
Fréttamynd

RÚV skyldað til að auka innlent efni

Ríkisútvarpið þarf að stórauka innlenda dagskrá í sjónvarpi, samkvæmt þjónustusamningi við ríkisvaldið. Samningurinn verður lagður fyrir þing á mánudag ásamt frumvarpi um breytingu RÚV í hlutafélag.

Innlent
Fréttamynd

Þakkaði Íslendingum stuðninginn

Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, þakkaði íslensku þjóðinni í dag stuðning við Litháen við endurreisn sjálfstæðis landsins. Hann er staddur á Íslandi í opinberri heimsókn í boði forseta Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Kertafleyting til minningar landsins sem hverfur

Í kvöld stendur Náttúruvaktin fyrir kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn. Í tillkynningu frá samtökunum segir að þar ætli náttúruunnendur á höfuðborgarsvæðinu að koma saman og minnast þess lands sem nú fer undir Hálslón á Kárahnjúkasvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óli H. Þórðarson hættir sem formaður Umferðarráðs

Óli H. Þórðarson tilkynnti í dag á fundi Umferðarráðs að hann ætli að hætta sem formaður ráðsins. Nýr formaður verður skipaður frá 1. október næstkomandi. Á fundinum var jafnframt samþykkt ályktun Umferðarráðs þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af endurteknum fréttum af hraðaakstri.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr verðbólgu í október

Verðbólga fer úr 7,6% í september í 7,4% í október ef spá greiningardeildar Glitnis gengur eftir. Verðbólgan verður þrátt fyrir það enn fjarri 2,5% verðbólmarkmiði Seðlabanka Íslands og er það þrítugasti mánuðurinn í röð sem hún reynist yfir markmiði hans.

Innlent
Fréttamynd

Búið að hreinsa mest allt stöðvarhúsið

Búið er að ljúka grófhreinsun á stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar en þar lak saltpéturssýra úr lögn í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að fínhreinsun og verður því verki lokið innan skamms.

Innlent
Fréttamynd

Festist í lyftu vegna hunda

Lögreglan í Reykjavík sinnir ólíklegustu verkefnum, bæði stórum sem smáum, eftir því sem segir á vef hennar. Það sannaðist um kaffileytið í gær. Þá sat liðlega fertugur karlmaður fastur í lyftu í ónefndu fjölbýlishúsi. Hann hafði verið á ferð með tvo hunda og báru þeir ábyrgð á ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Reykingabann í Frakklandi frá áramótum

Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur ökumenn til að leggja bílum við myrkvun í kvöld

Sjóvá Forvarnahúsið hvetur ökumenn á þeim svæðum þar sem götuljósin verða myrkvuð í kvöld til að njóta myrkursins og leggja bílum sínum á tímabilinu 22-22.30 meðan myrkvunin stendur yfir við upphaf alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík.

Innlent