Fréttir

Fréttamynd

Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot.

Erlent
Fréttamynd

Ramadan hafin

Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum.

Erlent
Fréttamynd

Kappakstursbæjarfélag rís á Reykjanesi

Fyrsta skóflustungan, að gerð bílaíþróttasvæðis með nokkur þúsund manna byggð í kringum, verður tekin á morgun. Þrjár kappaksturbrautir fyrir ríflega hálfan milljarð íslenskra króna verða lagðar.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaðurinn Kjartan Ólafsson vill 2. sætið í Suðurkjördæmi

Kjartan Ólafsson, þingmaður, sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Kjartan tók fyrst sæti á Alþingi árið 2000 en hefur frá árinu 2003 setið óslitið á þingi. Tekin verður ákvörðun á sunnudaginn hvort haldið verður prófkjör í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Flest félögin hækkuðu

Sautján af tuttugu og tveimur félögum á Aðallista Kauphallar Íslands hækkuðu á þriðja ársfjórðungi. Gengi tveggja félaga hélst óbreytt en þrjú félög lækkuðu á fjórðungnum.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt Bjarnason vill 3.-4. sætið í Norðvesturkjördæmi

Benedikt Bjarnason gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Benedikt er á lokaári í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Meðfram námi sínu vinnur hann að uppbyggingu verkefnisins Sjávarþorpið Suðureyri.

Innlent
Fréttamynd

Samskip undir nýju merki

Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa hefur þrefaldast er búist við að hún nemi 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samskip undir einu merki

Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa þrefaldast og nema 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt verðmat á Alfesca

Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Í verðmatinu segir að umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir Alfesca undanfarið hafi borið árangur. Reksturinn sé á réttri leið og er gert ráð fyrir rekstrarbata næstuárin. Greiningardeildin mælir því með að fjárfestar haldi í bréf sín í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ryanair spáir auknum hagnaði

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir

Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni.

Viðskipti erlent