Fréttir Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39 Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. Innlent 18.10.2006 10:22 Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 18.10.2006 10:04 Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Viðskipti innlent 18.10.2006 10:04 Of hátt of lengi skaðar Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Erlent 18.10.2006 08:42 Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57 Átta létust í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti átta létust og níu slösuðust þegar olíutankur sprakk í Mexíkó í gær. Tankurinn var á svæði olíufyrirtækis í eigu ríkisins og varð sprengingin nærri borginni Coatzacoalcos í Veracruzfylki. Erlent 18.10.2006 08:39 Auðjöfur kaupir í Aer Lingus Írski auðjöfurinn Denis O'Brien hefur keypt 2,1 prósents hlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. O'Brien segir kaupin gerð til að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku Ryanair á flugfélaginu. Viðskipti erlent 18.10.2006 09:39 Efni í Bláa lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar Efni í jarðsjó Blá lónsins virka gegn öldrun húðarinnar og styrkja mikilvæga eiginleika hennar samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem Bláa lónið hefur unnið í samvinnu við Jean Krutmann, einn þekktasta vísindamann heims á sviði rannsókna á áhrifum umhverfis á húðina. Innlent 18.10.2006 09:31 Segir súdönsku ríkisstjórnina styðja vígahóp Fyrrverandi meðlimur vígahópsins Janjaweed sem herjar á íbúa Darfur-héraðs í Súdan, segir súdönsku ríkisstjórnina ekki einungis styrkja vígahópinn um vopn og skotfæri heldur einnig gefa þeim skipanir um hvar og hvenær eigi að ráðast á óbreytta borgara. Erlent 18.10.2006 08:35 Hvalstöðin hefur ekki leyfi til vinnslu á langreyðum Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki leyfi til vinnslu á þeim langreyðum sem nú má veiða. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en þar segir að dýralæknar telji vinnsluhús Hvals í Hvalfirði ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar séu til vinnslu til manneldis. Innlent 18.10.2006 09:26 Reynir að þrýsta á að refsiaðgerðum sé fylgt eftir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar í dag með japönskum stjórnvöldum vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Rice hefur ferð sína um Asíu í dag en með henni vill hún fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum. Erlent 18.10.2006 08:15 Hlupu uppi þjóf Lögreglan í Hafnarfirði handtók tvo unga menn, eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í iðnaðarhúsnæði við Sviðsbúð í Garðabæ í nótt. Þegar lögregla nálgaðist, kom styggð að þjófunum og faldi annar sig, en hinn tók til fótanna. Innlent 18.10.2006 08:13 Ekið á tvo gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Reykjavík í morgun en hvorugur mun vera í lífshættu. Fyrra slysið var á móts við Kringluna og hið síðara á móts við Reykjahlíð, vestast á Miklubraut. Óljóst er hversu alvarleg meiðsl þeirra sem ekið var á eru. Tildrög slysanna liggja ekki fyrir. Loka þurfti Miklubrautinni í austurátt frá Landspítala að Lönguhlíð vegna slysins og er umferð beint um Bústaðaveg. Innlent 18.10.2006 08:49 Leita að smyglgöngum Tveir palestínskir hermenn létust þegar ísraelski herinn hélt áfram sókn sinni á suðurhluta Gaza í morgun. Öryggisfulltrúar Palestínu segja að ísraelski herinn hafi í dögun tekið yfir landamærasvæðið sem skilur að Gaza og Egyptaland. Erlent 18.10.2006 08:07 Verðmunur á lyfjum mikill Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi er allt að 66%, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum. Innlent 18.10.2006 08:04 Önnuðu ekki eftirspurn Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09 Gandí VE náðist á flot Fiskiskipið Gandí VE, sem nánast endastakkst í skipalyftunni í Vestmannaeyjum í gær, þegar sleðar í lyftunni brustu, náðist á flot í gærkvöldi. Skemmdir á skipinu reyndust ekki meiri en svo að því var þegar siglt áleiðist til Hafnarfjarðar til að fara í slipp þar. Innlent 18.10.2006 07:56 Víða erlendis fjallað um hvalveiðar Íslendinga Helstu fjölmiðlar, bæði vestan hafs og austan, greina frá því að Íslendingar séu að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og hafa eftir álit ýmissa umhverfisverndarsamtaka, sem bregðast ókvæða við. Innlent 18.10.2006 07:34 Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega. Erlent 17.10.2006 23:42 Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. Innlent 17.10.2006 23:30 Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Innlent 17.10.2006 23:17 Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal. Erlent 17.10.2006 22:52 Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Innlent 17.10.2006 22:36 8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð. Erlent 17.10.2006 22:43 Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. Innlent 17.10.2006 22:29 Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu. Erlent 17.10.2006 22:21 Dómi yfir Kenneth Lay hrundið Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001. Erlent 17.10.2006 21:57 Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum. Erlent 17.10.2006 21:43 3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. Innlent 17.10.2006 21:28 « ‹ ›
Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39
Atvinnuleysi 2,6 prósent á þriðja ársfjórðungi Atvinnuleysi á þriðja ársfjórungi þessa árs reyndist 2,6 prósent samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það var ívið meira hjá konum en körlum, eða 3 prósent á móti tveimum komma tveimur prósentum. Atvinnuleysið á þessum ársfjórðungi var eilítið meira en á sama ársfjórðungi í fyrra þegar það var 1,8 prósent. Innlent 18.10.2006 10:22
Félagsfundur MÍ samþykkir kaupsamning við MS Félagsfundur Mjólkursamlags Ísfirðinga samþykkti í gær kaupsamning sem stjórn samlagsins og stjórn MS gerðu um kaup MS á eignum og rekstri Mjólkursamlags Ísfirðinga. Þetta kemur fram á fréttavefnum Bæjarins besta. Innlent 18.10.2006 10:04
Anza kaupir hluta af starfsemi TietoEnator Anza hf., dótturfyrirtæki Símans hf., hefur keypt þann hluta af starfsemi TietoEnator sem veitir aðilum tengdum opinbera geiranum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð þjónustu á sviði upplýsingatækni. Samfara því hefur verið stofnað fyrirtækið Sirius IT, nýtt norrrænt upplýsingatæknifyrirtæki sem yfirtekur þessa starfsemi. Viðskipti innlent 18.10.2006 10:04
Of hátt of lengi skaðar Að hlusta á háa tónlist með heyrnartólum úr starfrænum tónlistarspilara í meira en 90 mínútur á dag getur verið skaðlegt heyrninni. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Erlent 18.10.2006 08:42
Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57
Átta létust í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti átta létust og níu slösuðust þegar olíutankur sprakk í Mexíkó í gær. Tankurinn var á svæði olíufyrirtækis í eigu ríkisins og varð sprengingin nærri borginni Coatzacoalcos í Veracruzfylki. Erlent 18.10.2006 08:39
Auðjöfur kaupir í Aer Lingus Írski auðjöfurinn Denis O'Brien hefur keypt 2,1 prósents hlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. O'Brien segir kaupin gerð til að koma í veg fyrir óvinveitta yfirtöku Ryanair á flugfélaginu. Viðskipti erlent 18.10.2006 09:39
Efni í Bláa lóninu vinna gegn öldrun húðarinnar Efni í jarðsjó Blá lónsins virka gegn öldrun húðarinnar og styrkja mikilvæga eiginleika hennar samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem Bláa lónið hefur unnið í samvinnu við Jean Krutmann, einn þekktasta vísindamann heims á sviði rannsókna á áhrifum umhverfis á húðina. Innlent 18.10.2006 09:31
Segir súdönsku ríkisstjórnina styðja vígahóp Fyrrverandi meðlimur vígahópsins Janjaweed sem herjar á íbúa Darfur-héraðs í Súdan, segir súdönsku ríkisstjórnina ekki einungis styrkja vígahópinn um vopn og skotfæri heldur einnig gefa þeim skipanir um hvar og hvenær eigi að ráðast á óbreytta borgara. Erlent 18.10.2006 08:35
Hvalstöðin hefur ekki leyfi til vinnslu á langreyðum Hvalstöðin í Hvalfirði hefur ekki leyfi til vinnslu á þeim langreyðum sem nú má veiða. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá þessu en þar segir að dýralæknar telji vinnsluhús Hvals í Hvalfirði ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar séu til vinnslu til manneldis. Innlent 18.10.2006 09:26
Reynir að þrýsta á að refsiaðgerðum sé fylgt eftir Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar í dag með japönskum stjórnvöldum vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna. Rice hefur ferð sína um Asíu í dag en með henni vill hún fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreumönnum. Erlent 18.10.2006 08:15
Hlupu uppi þjóf Lögreglan í Hafnarfirði handtók tvo unga menn, eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í iðnaðarhúsnæði við Sviðsbúð í Garðabæ í nótt. Þegar lögregla nálgaðist, kom styggð að þjófunum og faldi annar sig, en hinn tók til fótanna. Innlent 18.10.2006 08:13
Ekið á tvo gangandi vegfarendur Ekið var á tvo gangandi vegfarendur í Reykjavík í morgun en hvorugur mun vera í lífshættu. Fyrra slysið var á móts við Kringluna og hið síðara á móts við Reykjahlíð, vestast á Miklubraut. Óljóst er hversu alvarleg meiðsl þeirra sem ekið var á eru. Tildrög slysanna liggja ekki fyrir. Loka þurfti Miklubrautinni í austurátt frá Landspítala að Lönguhlíð vegna slysins og er umferð beint um Bústaðaveg. Innlent 18.10.2006 08:49
Leita að smyglgöngum Tveir palestínskir hermenn létust þegar ísraelski herinn hélt áfram sókn sinni á suðurhluta Gaza í morgun. Öryggisfulltrúar Palestínu segja að ísraelski herinn hafi í dögun tekið yfir landamærasvæðið sem skilur að Gaza og Egyptaland. Erlent 18.10.2006 08:07
Verðmunur á lyfjum mikill Verðmunur á frumlyfi og samheitalyfi er allt að 66%, samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ í ellefu lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt að 55% verðmunur var á lyfseðilsskyldum lyfjum. Innlent 18.10.2006 08:04
Önnuðu ekki eftirspurn Fjögur hundruð og þrettán listaverk hafa verið keypt á vaxtalausu listaverkaláni á undanförnum þremur árum. Samkvæmt upplýsingum frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar hafa lánin verið á bilinu 36 til 600 þúsund krónur, og hefur alls verið lánað fyrir tæpar 88 milljónir króna. Viðskipti innlent 17.10.2006 22:09
Gandí VE náðist á flot Fiskiskipið Gandí VE, sem nánast endastakkst í skipalyftunni í Vestmannaeyjum í gær, þegar sleðar í lyftunni brustu, náðist á flot í gærkvöldi. Skemmdir á skipinu reyndust ekki meiri en svo að því var þegar siglt áleiðist til Hafnarfjarðar til að fara í slipp þar. Innlent 18.10.2006 07:56
Víða erlendis fjallað um hvalveiðar Íslendinga Helstu fjölmiðlar, bæði vestan hafs og austan, greina frá því að Íslendingar séu að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og hafa eftir álit ýmissa umhverfisverndarsamtaka, sem bregðast ókvæða við. Innlent 18.10.2006 07:34
Töluverðar skemmdir í jarðskjálfta Kostnaður vegna skemmdir sem urðu þegar jarðskjálfti skók Hawaii á sunnudaginn nemur jafnvirði tæpra þriggja milljarða íslenskra króna. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter og er sá öflugasti sem riðið hefur yfir eyjaklasann á Kyrrahafi í tvo áratugi. Óttast er að talan eigi eftir að hækka en starfsmenn Rauða krossins, björgunarsveita á Hawaii og hópur verkfræðinga skoðar nú eyjarnar til að meta skemmdir á vegum, brúm, skólum og öðrum byggingum. Enginn dó í skjálftanum og enginn slasaðist alvarlega. Erlent 17.10.2006 23:42
Fyrstu umræðu um Ríkisútvarpið lokið á Alþingi Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk á Alþingi í kvöld. Búist er við að málið verði nú sent til umræðu í menntamálanefnd. Umræðan hófst í gær og var stjórnarandstaðan þegar sökuð um málþóf. Umræðan hélt áfram fram eftir kvöld í gær og var fram haldið í dag. Innlent 17.10.2006 23:30
Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Innlent 17.10.2006 23:17
Enn óvíst hverjir taka sæti Argentínu í Öryggisráði SÞ Atkvæðagreiðslum um arfta Argentínumanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað um sólahring svo hægt verði að ræða næstu skref. Gvatemala og Venesúela berjast um sætið en hvorugu ríki hefur tekist að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþinginu sem þarf til að hreppa hnossið. Í dag og í gær er búið að greiða atkvæði 21 sinni og hefur Gvatemala haft vinningin, en betur má ef duga skal. Erlent 17.10.2006 22:52
Nýr sendiherra í Úkraínu Hannes Heimisson, sendiherra, hefur afhent Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Úkraínu með aðsetur í Helsinki. Fór afhendingin fram í embættisbústað forsetans í höfuðborginni Kiev á fimmtudag. Sendiherra átti einnig fundi með Borys Tarasyuk, utanríkisráðherra Úkraínu og embættismönnum utanríkisráðuneytisins. Innlent 17.10.2006 22:36
8 týndu lífi í sprengingu í Mexíkó Að minnsta kosti 8 týndu lífi þegar sprenging var um borð í olíuflutningaskipi í eigu olíufélags frá Mexíkó. Verið var að dæla af skipinu við höfn í Veracruz þegar sprengingin varð. Erlent 17.10.2006 22:43
Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hæst á Íslandi Útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála, sem hlutfall af landsframleiðslu, er hæst hér á landi samanborið við öll önnur ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins. Hlutfallið á Íslandi er þar sagt 8,8% en meðaltal OECD er 6,4%. Innlent 17.10.2006 22:29
Bush styður aðild Króatíu að ESB og NATO Bush Bandaríkjaforseti ætlar að hvetja til þess á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði að Króatía verði tekin inn í bandalagið. Auk þess ætlar hann að ítreka stuðning bandarískra stjórnvalda við aðild landsins að Evrópusambandinu. Erlent 17.10.2006 22:21
Dómi yfir Kenneth Lay hrundið Dómstóll í Bandaríkjunum hratt í dag fjársvikadómi yfir Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóra olíurisans Enron, á þeim forsendum að hann gæti ekki áfrýjað honum. Lay lést í júlí síðastliðnum, tveimur mánuðum eftir að hann var sakfelldur fyrir fjársvik og samsæri í tengslum við gjaldþrot fyrirtækisins árið 2001. Erlent 17.10.2006 21:57
Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum. Erlent 17.10.2006 21:43
3 og 5 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag tvo menn um tvítugt í 3 og 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt og hylmingu. Mennirnir voru starfsmenn í 2 verslunum á Akureyri þegar brotin voru framin. Innlent 17.10.2006 21:28
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent