Fréttir Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni. Innlent 23.10.2006 14:48 Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". Erlent 23.10.2006 14:41 Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. Erlent 23.10.2006 14:38 Spá minni hagnaði hjá Actavis Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins á Pliva mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 23.10.2006 14:31 Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Innlent 23.10.2006 14:27 Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. Erlent 23.10.2006 14:20 Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 14:02 Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 13:50 Gera prófanir til að hægt verði að vara við eldgosum í Kötlu Almannavarnir framkvæma í dag prófanir á notkun hljóðbomba sem hægt verður að nota til að vara ferðamenn að Fjallabaki við eldgosum í Kötlu. Innlent 23.10.2006 13:56 Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra kallaðir að Nordica hóteli Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðir að Nordica hóteli klukkan nú klukkan eitt eftir að tilkynning barst um mann á hótelinu með byssu. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir hjá lögreglunni en við nánari athugun reyndist um leikfangabyssu að ræða. Innlent 23.10.2006 13:42 Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. Erlent 23.10.2006 13:37 Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 23.10.2006 13:29 Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það. Innlent 23.10.2006 13:01 Páfi að endurvekja gamlar hefðir innan kaþólsku kirkjunnar Benedikt Páfi er að velta fyrir sér að enduvekja svokallaða latneska messu í kaþólsku kirkjunni og hefur tillagan mætt andstöðu innan kirkjunnar. Erlent 23.10.2006 13:13 Íbúðaverð hækkar og verðbólga með Íbúðaverð heldur áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu sem aftur hækkar vísitölu neysluverðs þannig að verðbólgan eykst á ný. Innlent 23.10.2006 12:17 Tap Ford stóreykst milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:57 Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna. Erlent 23.10.2006 12:08 Hægri-öfga flokkur gengur í ríkisstjórn Ísraels Leiðtogi hægri-öfga flokksins Yisrael Beitenu sagði í dag að flokkurinn myndi ganga í ríkisstjórn Ehuds Olmert á morgun. Erlent 23.10.2006 12:39 Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:26 Bretar ætla að halda ótrauðir áfram í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði Íraka í morgun um að Bretar ætli að halda ótrauðir áfram starfi sínu í Írak. Erlent 23.10.2006 12:09 Vilja að Hvalur eða Norðmenn greiði leiðina Hvalur 9 er kominn út á miðin og hóf leit að hval upp úr klukkan tíu í morgun. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en þeir búast ekki við að geta selt kjöt á Japansmarkað fyrr en í vor þegar annaðhvort fyrirtækið Hvalur eða Norðmenn hafa greitt leiðina á Japansmarkað. Innlent 23.10.2006 11:58 Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Innlent 23.10.2006 11:56 Breytinga þörf í umhverfismálum Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra Innlent 23.10.2006 11:55 Landbúnaðarnefnd fjallar um samkeppnismál í næsta mánuði Landbúnaðarnefnd Alþingis mun í næsta mánuði fjalla um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem því var beint til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn yrði ekki undanþeginn samkeppnislögum eins og nú er. Innlent 23.10.2006 11:45 Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels Erlent 23.10.2006 11:29 Útgöngubanni komið á í Amara Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga. Erlent 23.10.2006 11:23 Dómur kveðinnn upp yfir Skilling vegna Enron-máls Dómur verður kveðinn upp í Houston í Bandaríkjunum í dag yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkurisans Enron, sem varð gjaldþrota fyrir fimm árum. Erlent 23.10.2006 11:14 Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum. Innlent 23.10.2006 10:48 Rússneskur hermaður seldur sem þræll Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum Erlent 23.10.2006 10:28 Ekki verði þrýst á að Írakar taki við stjórn öryggismála Bresk stjórnvöld hyggjast ekki þrýsta á um að Írakar taki á næstunni við stjórn öryggismála í Suður-Írak á fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, með Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, í Lundúnum í dag. Erlent 23.10.2006 10:18 « ‹ ›
Hægt verður að greiða með kreditkortum fyrir bílastæði Bjóða á upp á tímabundin kort og skafmiða til að greiða fyrir bílastæði í miðborginni, auk þess unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Þetta var ákveðið á fundi Framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar í dag en finna á nýjar leiðir til að auðvelda viðskiptavinum að greiða fyrir bílastæði í miðborginni. Innlent 23.10.2006 14:48
Condoleezza Rice gagnrýnir súdönsk yfirvöld Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ákvörðun súdanskra yfirvalda um að reka sérstakan erindreka Sameinuðu þjóðanna, Jan Pronk, úr landi hafi verið "ákaflega óheppileg". Erlent 23.10.2006 14:41
Lögregla skýtur á mótmælendur í Ungverjalandi Vitni segja að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í Ungverjalandi til þess að reyna að dreifa úr hópi þeirra. Erlent 23.10.2006 14:38
Spá minni hagnaði hjá Actavis Greiningardeild Glitnis segir fjárhagsleg áhrif yfirtökuferlisins á Pliva mun neikvæðari en búist hafði verið við og spáir því að hagnaður Actavis lækki úr 23,2 milljónum evra eða um 2 milljörðum króna í 3,2 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 227 milljóna króna, á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 23.10.2006 14:31
Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. Innlent 23.10.2006 14:27
Ísraelar skutu sjö til bana á Gaza Ísraelskar hersveitir skutu til bana sjö Palestínumenn í morgun, þar af þrjá bræður. Fjórtán aðrir særðust í árásinni, sem var gerð á fyrsta degi aðalhátíðar múslima, Eid al-Fitr. Erlent 23.10.2006 14:20
Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 14:02
Október blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher Októbermánuður er þegar orðinn blóðugasti mánuður ársins fyrir Bandaríkjaher í Írak. Tíu hermenn létust um helgina og hafa því alls 85 bandarískir hermenn fallið í mánuðinum sem er níu mönnum meira en í apríl síðastliðnum. Erlent 23.10.2006 13:50
Gera prófanir til að hægt verði að vara við eldgosum í Kötlu Almannavarnir framkvæma í dag prófanir á notkun hljóðbomba sem hægt verður að nota til að vara ferðamenn að Fjallabaki við eldgosum í Kötlu. Innlent 23.10.2006 13:56
Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra kallaðir að Nordica hóteli Liðsmenn sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðir að Nordica hóteli klukkan nú klukkan eitt eftir að tilkynning barst um mann á hótelinu með byssu. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir hjá lögreglunni en við nánari athugun reyndist um leikfangabyssu að ræða. Innlent 23.10.2006 13:42
Reykingabann í Hong Kong Reykingabann á opinberum stöðum í Hong Kong mun taka gildi í Janúar á næsta ári. Erlent 23.10.2006 13:37
Sprenging í Þýskalandi hugsanlega af völdum gamallar sprengju Verkamaður lést og fimm slösuðust þegar sprenging varð við vegavinnu á hraðbraut í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í dag. Lögregla telur hugsanlegt að vegavinnuvél hafi verið ekið á sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 23.10.2006 13:29
Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það. Innlent 23.10.2006 13:01
Páfi að endurvekja gamlar hefðir innan kaþólsku kirkjunnar Benedikt Páfi er að velta fyrir sér að enduvekja svokallaða latneska messu í kaþólsku kirkjunni og hefur tillagan mætt andstöðu innan kirkjunnar. Erlent 23.10.2006 13:13
Íbúðaverð hækkar og verðbólga með Íbúðaverð heldur áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu sem aftur hækkar vísitölu neysluverðs þannig að verðbólgan eykst á ný. Innlent 23.10.2006 12:17
Tap Ford stóreykst milli ára Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna starfsmanna og önnur hagræðing er undanskilin taprekstrinum þá nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:57
Átök á afmæli uppreisnarinnar í Ungverjalandi Til átaka kom í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í morgun þar sem þess var minnst að hálf öld er liðin frá uppreisninni í landinu. Nokkur fjöldi fólks hafði komið sér fyrir á torginu fyrir framan þinghúsið í borginni til að lýsa andstöðu sinni við Ferenc Gyurcsani forsætirsáðherra en þar inni fór fram athöfn í tilefni tímamótanna. Erlent 23.10.2006 12:08
Hægri-öfga flokkur gengur í ríkisstjórn Ísraels Leiðtogi hægri-öfga flokksins Yisrael Beitenu sagði í dag að flokkurinn myndi ganga í ríkisstjórn Ehuds Olmert á morgun. Erlent 23.10.2006 12:39
Ryanair birtir yfirtökutilboð í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair birtir í dag með formlegum hætti óvinveitt yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, varar hluthafa í Aer Lingus við því að gengi bréfa þeirra í félaginu muni lækka taki þeir ekki tilboðinu. Viðskipti erlent 23.10.2006 12:26
Bretar ætla að halda ótrauðir áfram í Írak Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fullvissaði Íraka í morgun um að Bretar ætli að halda ótrauðir áfram starfi sínu í Írak. Erlent 23.10.2006 12:09
Vilja að Hvalur eða Norðmenn greiði leiðina Hvalur 9 er kominn út á miðin og hóf leit að hval upp úr klukkan tíu í morgun. Hrefnuveiðimenn ætla að hefja veiðar í vikunni en þeir búast ekki við að geta selt kjöt á Japansmarkað fyrr en í vor þegar annaðhvort fyrirtækið Hvalur eða Norðmenn hafa greitt leiðina á Japansmarkað. Innlent 23.10.2006 11:58
Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Innlent 23.10.2006 11:56
Breytinga þörf í umhverfismálum Samkvæmt yfirmanni náttúruverndarsamtakanna WWF þarf heimsbyggðin að taka sig verulega á til þess að forðast loftslagsbreytingar til hins verra Innlent 23.10.2006 11:55
Landbúnaðarnefnd fjallar um samkeppnismál í næsta mánuði Landbúnaðarnefnd Alþingis mun í næsta mánuði fjalla um nýfallinn úrskurð Samkeppniseftirlitsins þar sem því var beint til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum svo mjólkuriðnaðurinn yrði ekki undanþeginn samkeppnislögum eins og nú er. Innlent 23.10.2006 11:45
Ísrael krefst aðgerða vegna stefnu Írana Forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert, skoraði í dag á alþjóðasamfélagið að refsa forseta Írans, Mahmoud Ahmadinejad, fyrir að að hafa krafist eyðileggingar Ísraels Erlent 23.10.2006 11:29
Útgöngubanni komið á í Amara Yfirvöld í Írak hafa komið á útgöngubanni í bænum Amara í suðurhluta landsins vegna átaka milli andófsmanna úr röðum sjíta og lögreglu undanfarna daga. Erlent 23.10.2006 11:23
Dómur kveðinnn upp yfir Skilling vegna Enron-máls Dómur verður kveðinn upp í Houston í Bandaríkjunum í dag yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkurisans Enron, sem varð gjaldþrota fyrir fimm árum. Erlent 23.10.2006 11:14
Aflaverðmæti eykst um nærri tíu prósent Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæplega fjóra milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Aflaverðmætið var um 46 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins en aukningin milli ára nemur nærri tíu prósentum. Innlent 23.10.2006 10:48
Rússneskur hermaður seldur sem þræll Lögfræðingur í Rússlandi skýrði frá því í dag að hún væri með skjólstæðing sem hefði verið seldur sem þræll úr hernum. Hermaðurinn hafði verið seldur ásamt skurðgröfu á um 1.300 dollara, sem samsvarar um nítíu þúsund íslenskum krónum Erlent 23.10.2006 10:28
Ekki verði þrýst á að Írakar taki við stjórn öryggismála Bresk stjórnvöld hyggjast ekki þrýsta á um að Írakar taki á næstunni við stjórn öryggismála í Suður-Írak á fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, með Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, í Lundúnum í dag. Erlent 23.10.2006 10:18