Fréttir

Fréttamynd

Kveikt í rusli í gamla Hampiðjuhúsinu

Eldur kviknaði í rusli í stigagangi gamla Hampiðjuhússins við Brautarholt í Reykjavík á níunda tímanum í kvöld. Tilkynning barst lögreglu kl. 20:22 og gekk greiðlega að slökkva eldin og slökkvistarfi lokið 26 mínútum síðar. Enginn var í hættu. Fjölmörg útköll hafa borist slökkviliði vegna elds í húsinu síðustu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kalt vatn komið á aftur í Kópavogi

Kalt vatn tók aftur að renna um krana hjá íbúum í stórum hluta Kópavogs um kl. 22 í kvöld eftir að það fór af á sjöunda tímanum. Grafa tók í sundur kaldavatnslögn við Nýbýlaveg og voru íbúar í Hjallahverfi, við Nýbýlaveg og víðar vatnslausir í á fjórðu klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Ofurfyrirsæta handtekin

Breska lögreglan handtók í dag ofurfyrirsætuna Naomi Campbell. Lögregla handtók hin 36 ára gömlu fyrirsætu þar sem hún var stödd í húsi í Westminster í Lundúnum. Hún var þegar færð til yfirheyrslu. Ekki er vitað hver ástæðan er fyrir handtökunni.

Erlent
Fréttamynd

Jakob Sigurðsson nýr framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ÍE

Jakob Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Íslenskrar erfðagreiningar. Jakob er með B.S. gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Kellogg stjórnunarskólanum við Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem forstjóri Alfesca, áður SÍF. Jakob gegndi áður stjórnunarstöðum hjá alþjóðlega efnafyrirtækinu Rohm and Haas í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Samkynhneigð pör fá rétt á við gagnkynhneigð í New Jersey

Dómstóll í New Jersey í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að samkynhneigðum pörum yrðu veitt sömu réttindi og giftum, gagnkynhneigðu fólki. Dómstóllinn lætur það svo í hendur löggjafans í ríkinu að ákveða hvort leyfa eigi samkynhneigðum að ganga í hjónaband.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag um annað ríki en Gvatemala og Venesúela

Fulltrúar Gvatemala og Venesúela hafa komist að samkomulagi um að binda enda á baráttu landanna um sæti til 2 ára í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Eftir er þó að semja um hvaða ríki fái að sækja eitt um sætið sem er annað tvegjga sem tekin eru frá fyrir lönd rómönsku Ameríku. Atkvæða greiðslur á Allsherjarþingi SÞ hófust á ný í dag og engin niðurstaða fengin enda þarf 2/3 atkvæða til að hreppa sætið.

Erlent
Fréttamynd

Deilur um trúartákn harðna í Evrópu

Deilur um trúartákn, svosem krossa og blæjur, fara harðnandi í Evrópu. Deilt er um hvort eigi að banna þau með öllu á opinberum vettvangi eða hvort menn eigi að fá að velja sjálfir hvort þeir hafa þau uppi. Síðast blossuðu upp deilur um þetta í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Stoð kippt undan Hornafirði

Verið er að kippa einni stoðinni undan samfélaginu að ástæðulausu, segja bæjaryfirvöld á Hornafirði um þá ákvörðun að segja upp starfsmönnum ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi. Þau segja yfirvöld ekki geta fríað sig ábyrgð og bent á bandaríska herinn.

Innlent
Fréttamynd

Ímynd Íslands skaðist af hvalveiðum

Ímynd landsins er verðmætasta auðlind íslensku þjóðarinnar, segir talsmaður ferðaþjónustunnar og íslensk stjórnvöld eru að taka þá áhættu að stórskaða hana með hvalveiðum. Á heimasíðu Greenpeace hafa 90 þúsund manns heitið því að íhuga alvarlega að sækja Ísland heim ef þjóðin hættir hvalveiðum. Þriðja langreyðurin var skotin við Snæfellsnes í dag.

Innlent
Fréttamynd

Latibær tilnefndur til BAFTA-verðlauna

Sjónvarpsþættirnir um Latabæ hafa verið tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna í Bretlandi í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving, höfundur og framleiðandi þáttanna, segir að um einstaka viðurkenningu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hneyksli í uppsiglingu í Þýskalandi

Hneyksli virðist í uppsiglingu í Þýskalandi eftir að dagblaðið Bild birti myndir af brosandi þýskum friðargæsluliðum í Afganistan að leika sér með hauskúpu. Á einni myndinni má sjá einn friðargæsluliðann halda á höfuðkúpunni upp að kynfærum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Mögulega raðnauðgarar að verki

Lögreglan í Reykjavík rannsakar hvort sömu mennirnir standi á bak við hrottalegar nauðganir á tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur, sem áttu sér stað með hálfsmánaðar millibili. Þriðja nauðgunin, þar sem þolandi var erlend námsstúlka sem þáði bílfar með ókunnugum manni, gæti einnig tengst málinu.

Innlent
Fréttamynd

Madonna svarar fyrir sig

Bandaríska poppsöngkonan Madonna segir ekkert athugavert við hvernig hún stóð að ættleiðingu á malavískum dreng á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Ferðinni til Bandaríkjanna haldið áfram

Ferð farþegaflugvélar af gerðinni Boeing 758-200, sem lent var í öryggisskyni á Keflavíkurflugvelli kl. 16:10 í dag, var haldið áfram til Newark í Bandaríkjunum rúmri klukkustund síðar. Vélinni var flogið af stað aftur um kl. 17:30. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli þegar flugvélinni, með 172 farþega innanborðs, var lent vegna bilunar í hreyfli.

Innlent
Fréttamynd

Óttast ekki lögsóknir

Norskum tölvuref, sem búsettur er í Bandaríkjunum, hefur tekist að brjóta dulkóðun á iTunes-forriti Apple-fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Torfæruhjól skemma reiðgötur

Reiðgötur, víða um land, eru orðnar að slysagildrum af völdum fólks sem spænir þær upp á torfæruhjólum, segir formaður Landssambands hestamannafélaga. Alvarlegum slysum á hestamönnum hefur fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra Íraks ekki hafður með í ráðum

Bandarískar og íraskar hersveitir gerðu í morgun áhlaup á Sadr-borg, fátækrahverfi í norð-austurhluta Bagdad, höfuðborgar Íraks. Hverfið er höfuðvígi herskáa sjía-klerksins Moqtada al-Sadr. Minnst 4 féllu í átökum og 18 særðust. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segist ekkert hafa vitað af árásinni eða gefið leyfi fyrir henni. Hann hafi ekki verið hafður með í ráðum.

Erlent
Fréttamynd

Kjartan höfðar mál gegn ríkinu til að fá gögn

Kjartan Ólafsson ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu og krefst þess að fá aðgang að öllum gögnum um hleranir. Lögmaður hans segir stjórnvöld fela þessi mál í afkimum til að stjórna umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Þolinmæðin ekki endalaus

George Bush Bandaríkjaforseti segir sívaxandi ofbeldi í Írak mikið áhyggjuefni og að þolinmæði Bandaríkjamanna gagnvart íröskum stjórnvöldum sé ekki óþrjótandi. Árangur í Írak er lykilatriði, að mati forsetans, eigi landið ekki að falla í hendur öfgamanna.

Erlent
Fréttamynd

Óviðurkvæmilegt fréttabréf

Í fréttabréfi Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð nú í haust var birtur listi yfir Ellefu bestu lög til að nauðga við. Forseti skólafélagsins harmar að ritnefndin hafi brugðist því trausti sem henni var sýnd.

Innlent
Fréttamynd

Vandræði lággjaldaflugfélags fyrsta flugdag

Þeir voru vandræðalegir stjórnendur Oasis lággjaldaflugfélagsins í Hong Kong þegar aflýsa þurfti fyrstu ferð flugfélagsins í dag. Ekki hafði fengist leyfi til að fljúga um rússneska lofthelgi. Vélin átti að fara frá Hong Kong og lenda á Gatwick flugvelli Lundúnum í dag. Stjórnendur Oasis segja þessi mistök ekki á þeirra ábyrgð.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri týndu lífi en stjórnvöld héldu fram

135 fleiri almennir borgarar týndu lífi í átökum eftir kosningar í Eþíópíu í fyrra en stjórnvöld þar í landi hafa haldið fram. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem þingið skipaði til að rannsaka aðdraganda átaka sem blossuðu upp tvívegis eftir þingkosningarnar.

Erlent
Fréttamynd

Grundvöllur fyrir aðild að ESB innan fjögurra ára

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, telur að grundvöllur fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu verði kominn innan fjögurra ára. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu Evrópusamtakanna sem haldin var í gær undir heitinu Staða smáríkja í alþjóðlegu samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu og þrjú sjálfsvíg á Íslandi á síðasta ári

Alls urðu þrjátíu og þrjú sjálfsvíg á Íslandi á síðasta ári. Hagstofa Íslands gaf í dag út tölur um dauðsföll á árinu 2005. Þar kemur fram að af þeim sem ákváðu að taka sitt eigið líf voru 24 karlar og 9 konur. Skipting á milli kynjanna er svipuðu og síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að hræða flokksmenn sína með Hillary Clinton

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er farinn að reyna að hræða repúblikana til þess að halda tryggð við flokkinn, með því að segja að ef þeir geri það ekki geti Hillary Clinton orðið næsti forseti Bandaríkjanna.

Erlent