Fréttir

Fréttamynd

Slysið á Vopnafirði alvarlegt

Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa náð konu upp úr sjónum skammt frá heilsugæslustöðinni í bænum en bíll hennar fór út af bakka þar í morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hennar en ljóst er að slysið er alvarlegt. Verið er að vinna að því að ná bílnum upp úr sjónum en tildrög slyssins eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Ókeypis í Þjóðmenningarhúsið um helgina

Ókeypis aðgangur verður að öllum sýningum í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af því að handrit Skarðsbókar postulasagna er nú sýnt þar í fyrsta skipti. Handritið er sýnt til að minnast þess að 18. október voru liðin 40 ár síðan dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri afhenti íslensku þjóðinni bókina.

Innlent
Fréttamynd

Hráolíuverð á uppleið

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármörkuðum í dag í kjölfar minni olíubirgða í Bandaríkjunum en búist hafði verið við og ákvörðunar samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bíll í sjóinn við Vopnafjörð

Lögregla og björgunarsveitir á Vopnafirði hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór sjóinn skammt frá höfn bæjarins. Kona mun hafa verið í bílnum og er unnið að því að bjarga henni.

Innlent
Fréttamynd

Ýjaði að hækkun stýrivaxta

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, gaf í skyn í dag að bankinn gæti hækkað stýrivexti á evrusvæðinu á næstunni verði áframhaldandi hagvöxtur á svæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Léttklæddar konur biðja um að þeim sé nauðgað

Æðsti klerkur múslima, í Ástralíu, hefur vakið mikla reiði með því að segja að léttklæddar konur biðji um að þeim sé nauðgað. Jafnréttisráðgjafi ríkisstjórnarinnar vill að klerkurinn verði rekinn úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdur fjöldamorðingi tekinn af lífi í Flórída

Danny Harold Rolling, einn alræmdasti fjöldamorðingi Flórídaríkis, var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Flórída í gærkvöld. Rolling var árið 1994 dæmdur til dauða eftir að hann viðurkenndi að hafa myrt fimm nemendur í háskólabænum Gainsville í Flórída á hrottalegan hátt árið 1990, en hann notaði veiðihníf við morðin.

Erlent
Fréttamynd

Kirkjuþing samþykkir stefnumótun á sviði kærleiksþjónustu

Kirkjuþing samþykkti í morgun stefnumótum á sviði kærleiksþjónustu og hjálparstarfs en með því eru sóknir hvattar til að huga sérstaklega að þeim þætti í þjónustu kirkjunnar er lítur að stuðningi við fólk í erfiðum aðstæðum og leggja sérstaka áherslu á vinaheimsóknir til þeirra sem eru einangraðir.

Innlent
Fréttamynd

Haraldur krónprins hótaði að hefja óvígða sambúð með Sonju

Haraldur konungur Noregs verður sjötugur 21. febrúar næstkomandi og í tilefni af því hefur ævisaga hans verið skráð. Í henni kemur meðal annars fram að það vakti litla hrifningu hjá bæði hirðinni og þjóðinni þegar hann hóf samband sitt við Sonju Haraldsen.

Erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður á fjórðungnum

Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loftlagsbreytingar geti leitt til heimskreppu

Ef ríki heimsins grípa ekki til aðgerða gegn loftlagsbreytingum er hætta á mikilli heimskreppu á öldinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans hefur unnið fyrir bresk yfirvöld um áhrif loftlagsbreytinga á efnahagkerfi heimsins.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma Bakkavarar yfir væntingum

Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Shell umfram væntingar

Olíufélagið Shell skilaði 6,9 milljörðum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 471 milljarðs íslenskra króna og talsvert meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með. Til samanburðar nam hagnaðurinn 7,2 milljörðum dala eða 491,5 milljörðum dala á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretar að taka til í kjarnorkuverum sínum

Bresk nefnd sem var sett á laggirnar í apríl 2005 og sér um úreldingu gamalla kjarnorkuvera, sagði í morgun að það myndi kosta um 65 milljarða punda, sem samsvarar 8.300 milljörðum íslenskra króna, að hreinsa svæðin sem kjarnorkuverin hefðu verið á.

Erlent
Fréttamynd

Hollvinasamtök Óðins stofnuð í dag

Hollvinasamtök varðskipsins Óðins verða stofnuð í dag. Fram kemur í tilkynningu að markmið samtakanna sé að varðveita Óðinn og gera skipið að glæsilegri umgjörð um sögu þoskastríðsáranna og björgunarsögu íslenskra varðskipa, en Óðinn tók þátt í þorskastríðunum þegar landhelgin var færð út í 50 mílur og síðar þegar hún var færð út í 200 mílur.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent

Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um um næstu helgi

Lokaumferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram um næstkomandi helgi. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, sem er að reyna að ná kjöri í annað sinn og mótframbjóðandi hans, Geraldo Alckmin, gagnrýndu stefnu hvors annars í efnahagsmálum Brasilíu er þeir héldu sína síðustu kjörfundi fyrir kosningar.

Erlent
Fréttamynd

Kviknaði í dæluskúr

Eldur kviknaði í dæluskúr Hitaveitu Akureyrar við Laugaland í Eyjafjarðarsveit rétt um kl. 20 í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en skúrinn er ónýtur að sögn lögreglu. Lögregla telur líklegt að kviknað hafi í skúrnum út frá rafmagni.

Innlent