Fréttir

Fréttamynd

Vill vernda hjónabandið fyrir samkynhneigðum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að nota úrskurð dómara í New Jersey í Bandaríkjunum um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra til þess að koma íhaldssömum kjósendum til þess að kjósa í kosningum til öldungadeildar þingsins, sem fara fram 7. nóvember næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Alnæmissamtökin fræða unglinga í vetur

Alnæmissamtökin hefja nú um mánaðamótin fræðslu- og forvarnarátak sem beinist að 9. og 10. bekkingum í öllum grunnskólum landsins. Fram kemur í tilkynningu frá samtökinum að þetta sé í þriðja sinn sem þau skipuleggi fræðslu um HIV-smit, alnæmi og kynsjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Taprekstur hjá Newcastle

Breska knattspyrnufélagið Newcastle skilaði 12 milljóna punda eða 1,5 milljarða króna tapi á síðustu leiktíð. Tapið er að mestu tilkomið vegna minni aðsóknar í kjölfar þess að liðið komst ekki áfram í Evrópukeppni félagsliða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besti fjórðungur Kaupþings

Kaupþing skilaði 67,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins 35,4 milljörðum króna, sem er 27,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er besti ársfjórðungurinn í sögu bankans frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vöruskiptahalli rúmir hundrað milljarðar á árinu

Viðskiptahallinn við útlönd reyndist 7,6 milljarðar króna í septembermánuði og er það rúmum fjórum milljörðum króna minni halli en í sama mánuði í fyrra. Fram kemur í tölum Hagstofunnar að vörur fyrir rúmlega 22 milljarða hafi verið fluttar út í mánuðinum en inn fyrir tæpa þrjátíu milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðar bjarga nánasta bandamanni Kabila

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (Kongó) komu Joseph Kabila, honum Joseph Mobutu Nzanga, til hjálpar í morgun eftir að hann hafði verið umkringdur hermönnum undanfarin sólarhring eftir að ófriður braust út í bæ í norður-Kongó.

Erlent
Fréttamynd

ASÍ gerir ráð fyrir mjúkri lendingu hagkerfisins

Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvö ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur, þótt verulega hægi á.

Innlent
Fréttamynd

Microsoft skilaði óvænt auknum hagnaði

Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft skilaði 3,48 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir ríflega 237 milljörðum íslenskra króna, sem er nokkuð meira en greiningaraðilar spáðu. Þeir bjuggust við að tafir á útgáfu Windows Vista, nýjasta stýrikerfi Microsoft, myndu draga úr hagnaði fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

4 slökkviliðsmenn týndu lífi í Palm Springs

Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi og einn brenndist illa þar sem þeir börðust við kjarrelda nærri Palm Springs í Bandaríkjunum í dag. Talið er að eldarnir logi nú á 4.000 hektara svæði og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. 700 íbúum í nærliggjandi þorpum hefur verið fyrirskipað að flytja frá heimilum sínum. Sumir hafa þurft að fara að heiman án nokkurs fyrirvara og þurft að skilja eftir eigur og gæludýr.

Erlent
Fréttamynd

Um 200 líkamshlutar hafa fundist

Um það bill 200 hundruð líkamshlutar hafa fundist þar sem Tvíburaturnarnir stóðu áður í New York síðan líkamsleifar fundust í holræsi undir staðnum fyrir viku. Turnarnir hrundu í hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001. Lík 1.150 fórnarlamba í turnunum hafa ekki fundist.

Erlent
Fréttamynd

Tupperware-listaverk til sýnis

Tupperware er hægt að nota á margan hátt, til að geyma spagettí, til að geyma hafragraut í og hita hann, auk þess sem tupperware er notað til að halda mat ferskum. Það kann því að hljóma sérkennilega að Tupperware sé einnig notað í töskugerð eða listsköpun hvers konar.

Erlent
Fréttamynd

Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir

Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir áfengisauglýsingu

Stjórnarformaður Karls K. Karlssonar var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag til að greiða 200 þúsund krónur í sekt vegna áfengisauglýsingar sem birt var í tímaritinu Gestgjafanum árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Engar breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili

Engar breytingar verða gerðar á hlutverki Íbúðalánasjóðs á þessu kjörtímabili, aðrar en þær sem áður hefur verið lýst, þ.e. breytingar til að laga stöðu sjóðsins að ríkisstyrkjareglum EES-samningsins og hugsanlegar breytingar til að fara eftir tillögum stýrihóps um málefni Íbúðalánasjóðs. Þetta kom fram í ræðu Magnúsar Stefánssonar, félagsmálaráðherra, á ársfundi ASÍ í dag. Hann segir að samkvæmt tillögum stýrihópsins sé m.a. lagt til að Íbúðalánasjóði verði heimilað að fjármagna útlán sín með öðrum hætti en verið hafi og geti þannig lánað án ríkisábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

ASÍ: Hagkerfið nær mjúkri lendingu

Samkvæmt hagspá Hagdeildar ASÍ fyrir næstu tvo ár er gert ráð fyrir að við lok núverandi stóriðjuframkvæmda nái hagkerfið mjúkri lendingu sem feli í sér að ekki verði harkalegur samdráttur þó verulega hægi á. Í frétt á vefsíðu ASÍ segir að aðlögunin að jafnvægi verði þó alls ekki sársaukalaus því kaupmáttur margra dragist saman og gjaldþrotum fjölgi. Á næsta ári verði hagvöxtur lítill og atvinnuleysi muni aukast. Þá muni gengið veikjast, stýrivextir lækka samhliða lækkandi verðbólgu og draga úr viðskiptahallanum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki til skoðunar að breyta opnunartíma skemmtistaða

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, segir hrottalegar nauðganir og önnur ofbeldisverk í borginni kalla á eflt samstarf lögreglu og borgaryfirvalda. Skoða verði hvort fjölga eigi lögreglumönnum og öryggismyndavélum í borginni. Hann segir hins vegar ekki á dagskrá að endurskoða opnunartíma vínveitingastaða í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Krefjst 26 milljóna í skaðabætur

Alcoa krefst 26 milljóna króna í bætur af 12 mótmælendum sem eru ákærðir fyrir að hafa farið í óleyfi inn á virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Fólkið er ákært fyrir að hafa brotið hegningarlög með því að leggjast á vegi og stöðva umferð og vinnu á svæðinu. Aðalmeðferð hófst í málinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki upp hvorn hann styður

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segist ekki gefa upp hvort hann styðji Björn Bjarnason eða Guðlaug Þór Þórðarson í annað sætið í Reykjavík. Vilhjálmur hefur lýst opinberlega yfir stuðningi við Guðlaug Þór en prýðir einnig forsíðu kosningabæklings Björns.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir nauðgun

Karlmaður á þrítugsaldri var í héraðsdómi í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga tvítugri stúlku á göngustíg í Breiðholti í sumar.

Innlent