Fréttir Vesturlandabúar manna lauslátastir Fólk í vesturheimi er lauslátara en fólk í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gefin út í læknatímaritinu Lancet nýverið. Fréttavefur BBC skýrir frá. . Fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 1.11.2006 10:37 Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun Opnað verður fyrir útvarp innflytjenda í Hafnarfirði á morgun á stöðinni Halló Hafnarfjörður á FM 96,2. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að bærinn hafi í samstarfi við fjölmiðldeild Flensborgarskóla og Alþjóðahúsið unnið að því að hefja útsendingarnar, sem ná til Hafnarfjarðar, en einnig verður hægt að hlusta á það á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar. Innlent 1.11.2006 10:35 Stórabeltisbrúnni lokað vegna óveðurs Erlent 1.11.2006 10:33 Ísraelskir hermenn skjóta sex til bana Ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana, þar af fimm vígamenn, og særðu 33 í röð loftárása og byssubardaga á norðurhluta Gaza-svæðisins, samkvæmt fréttum frá palenstínskum öryggisyfirvöldum. Erlent 1.11.2006 10:27 Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14 Lego annar ekki eftirspurn Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Viðskipti erlent 1.11.2006 10:09 Fljúgandi hálka á Hellisheiði Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og víðast hvar fyrir austan fjall. Bíll valt á Hellisheiði undir morgun og annar ökumaður lenti í óhappi innanbæjar á Selfossi um svipað leiti en engan sakaði. Vegagerðarmenn hafa verið að eyða hálku á Reykjanesbraut síðan í nótt og þar hafa engin óhöpp orðið. Innlent 1.11.2006 09:51 Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50 Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45 Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna sinubruna í Eyjafirði Slökkviliðið á Akureyri var kvatt inn í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi þar sem eldur logaði í stórri hrúgu af sinu, sem þar hafði verið safnað saman til förgunar síðar. Innlent 1.11.2006 08:57 Hisbollah og Ísrael í viðræðum Hisbollah-samtökin og Ísrael eiga í viðræðum um að skiptast á föngum. Fréttavefur BBC skýrir frá og segir að þetta hafi komið fram í sjónvarpsviðtali við leiðtoga Hisbollah í morgun. Erlent 1.11.2006 08:35 MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Aldrei meiri væntingar Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17 Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17 ÍE segir upp um 50 starfsmönnum Íslensk erfðagreining sagði í gær upp tæplega fimmtíu starfsmönnum, þar af tuttugu og átta hér á landi, að sögn Morgunblaðsins. Innlent 1.11.2006 08:32 Grænar konur í Reykjavík Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar ætlar að leggja það til á fundi nefndarinnar í dag, að nokkrum umferðarljósum í borginni verði breytt þannig að í stað mynd af karli við gangbrautir, verði kona. Innlent 1.11.2006 09:08 Lögregla stöðvar ölvaðan ökumann Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af, eftir að hún mældi hann á tæplega 120 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarveginum þar sem hámarkshraði er sjötíu. Innlent 1.11.2006 09:05 Hátíðisdagur kaþólikka um allan heim Þúsundir kaþólikka á Filippseyjum halda upp á Dag Allra Sálna í dag og fara þeir þá í kirkjugarða til þess að vitja látinna ástvina. Erlent 1.11.2006 09:02 Norður-Kórea aftur að samningaborðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að þeir hefðu ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í Sexveldaumræðunum svokölluðu á ný. Erlent 1.11.2006 08:27 Lánsmat ríkisins enn neikvætt Lánshæfismat íslenska ríkisins er enn neikvætt, samkvæmt nýju mati Standard og Poor's, þótt ýmsar langtímahorfur í íslensku efnahagslífi séu góðar. Innlent 1.11.2006 08:51 PW Botha látinn Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W. Botha, lést í gærkvöldi. Hann var níræður. Botha var forseti landsins frá 1978 til 1989. Á þeim tíma reyndi hann smám saman að auka réttindi minnihlutahópa í landinu en pólitísk réttindi voru aldrei aukin. Erlent 1.11.2006 08:47 Mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga Tuttugu og fimm þjóðir og Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins ætla í sameiningu að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í dag. Innlent 1.11.2006 08:21 « ‹ ›
Vesturlandabúar manna lauslátastir Fólk í vesturheimi er lauslátara en fólk í þróunarlöndunum. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gefin út í læknatímaritinu Lancet nýverið. Fréttavefur BBC skýrir frá. . Fréttavefur BBC skýrir frá. Erlent 1.11.2006 10:37
Útvarp innflytjenda hefur útsendingar á morgun Opnað verður fyrir útvarp innflytjenda í Hafnarfirði á morgun á stöðinni Halló Hafnarfjörður á FM 96,2. Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að bærinn hafi í samstarfi við fjölmiðldeild Flensborgarskóla og Alþjóðahúsið unnið að því að hefja útsendingarnar, sem ná til Hafnarfjarðar, en einnig verður hægt að hlusta á það á heimasíðu Hafnafjarðarbæjar. Innlent 1.11.2006 10:35
Ísraelskir hermenn skjóta sex til bana Ísraelskir hermenn skutu sex Palestínumenn til bana, þar af fimm vígamenn, og særðu 33 í röð loftárása og byssubardaga á norðurhluta Gaza-svæðisins, samkvæmt fréttum frá palenstínskum öryggisyfirvöldum. Erlent 1.11.2006 10:27
Átta í framboði hjá Framsókn í SV-kjördæmi Átta sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar, en valið verður á listann á aukakjördæmisþingi í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag. Innlent 1.11.2006 10:14
Lego annar ekki eftirspurn Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa. Viðskipti erlent 1.11.2006 10:09
Fljúgandi hálka á Hellisheiði Fljúgandi hálka er á Hellisheiði og víðast hvar fyrir austan fjall. Bíll valt á Hellisheiði undir morgun og annar ökumaður lenti í óhappi innanbæjar á Selfossi um svipað leiti en engan sakaði. Vegagerðarmenn hafa verið að eyða hálku á Reykjanesbraut síðan í nótt og þar hafa engin óhöpp orðið. Innlent 1.11.2006 09:51
Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:50
Samningar um kaup á Landsvirkjun undirritaðir í hádeginu Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn á Akureyrar undirrita nýjan samning um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag. Innlent 1.11.2006 09:45
Slökkvilið Akureyrar kallað út vegna sinubruna í Eyjafirði Slökkviliðið á Akureyri var kvatt inn í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi þar sem eldur logaði í stórri hrúgu af sinu, sem þar hafði verið safnað saman til förgunar síðar. Innlent 1.11.2006 08:57
Hisbollah og Ísrael í viðræðum Hisbollah-samtökin og Ísrael eiga í viðræðum um að skiptast á föngum. Fréttavefur BBC skýrir frá og segir að þetta hafi komið fram í sjónvarpsviðtali við leiðtoga Hisbollah í morgun. Erlent 1.11.2006 08:35
MP sækir fram í Austur-Evrópu MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Álagning og framlegð hækkar hjá Högum Félagið fer úr rekstrartapi í rekstrarhagnað. Framlegð í matvöru enn óviðunandi. Baugur hefur keypt hlut Stoða í Högum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Grettir kaupir áfram í Avion Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Kreditkort lækkar gjöld á seljendur Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Ýsan sjaldan dýrari Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Milljónamæringar borga vel fyrir hús Fólki sem getur varið 130 milljónum til húsnæðiskaupa hefur fjölgað mikið í Bretlandi síðustu ár. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Um 90% félaga skiluðu ekki inn reikningi á réttum tíma Hlutfallinu er öfugt farið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð samkvæmt tölum frá Lánstrausti. Um 22% félaga hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna reikningsársins 2004. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Aldrei meiri væntingar Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Viðskipti innlent 1.11.2006 09:17
Eurotunnel bjargar sér frá gjaldþroti Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hefur kynnt nýjar tillögur sem eiga að bæta skuldastöðu félagsins og koma í veg fyrir gjaldþrot. Skuldir rekstrarfélagsins nema 6,2 milljörðum punda, jafnvirði um 798 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 1.11.2006 09:17
ÍE segir upp um 50 starfsmönnum Íslensk erfðagreining sagði í gær upp tæplega fimmtíu starfsmönnum, þar af tuttugu og átta hér á landi, að sögn Morgunblaðsins. Innlent 1.11.2006 08:32
Grænar konur í Reykjavík Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar ætlar að leggja það til á fundi nefndarinnar í dag, að nokkrum umferðarljósum í borginni verði breytt þannig að í stað mynd af karli við gangbrautir, verði kona. Innlent 1.11.2006 09:08
Lögregla stöðvar ölvaðan ökumann Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögregluna í Kópavogi af, eftir að hún mældi hann á tæplega 120 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarveginum þar sem hámarkshraði er sjötíu. Innlent 1.11.2006 09:05
Hátíðisdagur kaþólikka um allan heim Þúsundir kaþólikka á Filippseyjum halda upp á Dag Allra Sálna í dag og fara þeir þá í kirkjugarða til þess að vitja látinna ástvina. Erlent 1.11.2006 09:02
Norður-Kórea aftur að samningaborðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu frá því í morgun að þeir hefðu ákveðið að setjast aftur að samningaborðinu og taka þátt í Sexveldaumræðunum svokölluðu á ný. Erlent 1.11.2006 08:27
Lánsmat ríkisins enn neikvætt Lánshæfismat íslenska ríkisins er enn neikvætt, samkvæmt nýju mati Standard og Poor's, þótt ýmsar langtímahorfur í íslensku efnahagslífi séu góðar. Innlent 1.11.2006 08:51
PW Botha látinn Fyrrum forseti Suður-Afríku, P.W. Botha, lést í gærkvöldi. Hann var níræður. Botha var forseti landsins frá 1978 til 1989. Á þeim tíma reyndi hann smám saman að auka réttindi minnihlutahópa í landinu en pólitísk réttindi voru aldrei aukin. Erlent 1.11.2006 08:47
Mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga Tuttugu og fimm þjóðir og Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins ætla í sameiningu að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í dag. Innlent 1.11.2006 08:21