Fox hótar Carlson lögsókn Lögmenn fréttamiðilsins Fox News krefjast þess að sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hætti birtingu á nýrri þáttaröð hans, sem nýverið kom út á samfélagsmiðlinum Twitter. Carlson lauk nýlega störfum hjá Fox. 13.6.2023 23:02
Malasíska ríkið uggandi vegna flugslysagríns Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku. 13.6.2023 21:37
Hundrað manns talin af eftir að bát hvolfdi í Nígeríu Hundrað manns hið minnsta eru talin hafa látist eftir að bát hvolfdi á Nígerfljóti í Kwara-fylki í Nígeríu snemma í gærmorgun. Fimmtán hafa þegar verið staðfestir látnir. 13.6.2023 20:36
Sema gagnrýnir Ísraelstónleika Kaleo Sema Erla Serda, aktívisti, skýtur föstum skotum á hljómsveitina Kaleo í nýlegri Facebook færslu vegna fyrirhugaðra tónleika þeirra í Ísrael seinna í mánuðinum. 13.6.2023 18:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. Fjallað verður ítarlega um nýja áætlun í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.6.2023 18:01
Einn látinn eftir að brú féll saman í Fíladelfíu Einn hefur fundist látinn eftir að brú í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum féll saman í gær. Slysið varð til þess að hluti I-95 vegarins, sem er einn fjölfarnasti vegur austurstrandar Bandaríkjanna, lokaði. 12.6.2023 22:56
Kristján ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá HR Kristján H. Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. 12.6.2023 20:33
Segir það óskhyggju að hún hafi þurft einhvern í lið með sér Bára Halldórsdóttir, aðgerðarsinni, segir það óskhyggju af Sigmundi Davíð að halda því fram að hún hafi þurft einhvern í lið með sér til skipulagningar á klaustursupptökunum. Hún segir það fyndið hvernig Sigmundur leiði umræðuna sífellt að eftirmálum málsins en ekki málinu sjálfu. 12.6.2023 19:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu. 12.6.2023 17:58
Innkalla spínatpasta vegna aðskotahluta Heildsalan Danól ehf. hefur innkallað spínatpasta frá vörumerkinu Pastella í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Ástæðan er sú að málmagnir fundust í vörunni, samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu. 9.6.2023 15:40