Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla.

Ný landa­mæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða

Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 

Sögu­lega fáir fálkar í ár

Varpstofn fálka vorið 2023 er sá minnsti sem mælst hefur frá upphafi rannsókna samkvæmt talningum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Samfelld fækkun fálka síðustu fjögur ár er sögð koma á óvart. Talið er að fuglaflensa eigi í hlut. 

Lög­reglan lýsir eftir Maju Wiktoriu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta

Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 

Pilturinn er kominn aftur til Bret­lands

Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. 

Nauð­syn­legt að nýr viti verði byggður

Gjögurviti við Strandir í Árneshreppi er fallinn. Vitavörður telur líklegt að óveður seinni partinn í gær hafi gert út af við vitann, sem hafði staðið í rúma öld. Hann segir nauðsynlegt að nýr viti verði reistur hið snarasta. 

Sjá meira