Fyrrverandi forseti Síle lést í þyrluslysi Sebastian Pinera, fyrrverandi forseti Síle, lést í dag þegar þyrla sem hann ferðaðist með féll ofan í stöðuvatn í suðurhluta Síle. Pinera var 74 ára gamall. 6.2.2024 23:55
Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. 6.2.2024 22:48
Taka upp bókunarkerfi í Landmannalaugum Umhverfisstofnun hefur kynnt bókunarkerfi sem tekið verður upp fyrir bílastæði við Landmannalaugar í sumar. Allir sem aka að Landmannalaugum á eigin vegum munu þurfa að bóka bílastæði fyrir fram og greiða þjónustugjald fyrir. 6.2.2024 20:02
130 starfsmenn Vísis falla af launaskrá Í dag fengu 130 starfsmenn Vísis bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. 6.2.2024 19:36
Frumvarp vegna húsnæðis í Grindavík væntanlegt síðar í vikunni Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um uppgjör á íbúðarhúsnæði í Grindavík verði kynnt síðar í vikunni. Hún segir frumvarpið lúta að því að fólki verði gert kleift að koma sér fyrir á nýjum stað, óháð því hvort hús þeirra hafi verið metin sem tjónuð af Náttúruhamfaratryggingu eða ekki. 6.2.2024 19:01
Verkefnin sem keppa um Gulleggið í ár Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. 6.2.2024 18:42
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6.2.2024 18:01
Fimmtán og sextán ára drengir létust í stunguárás í Bristol Tveir drengir, fimmtán og sextán ára, voru stungnir til bana í borginni Bristol í Bretlandi í gærkvöldi. 28.1.2024 17:02
Finnar kjósa sér forseta í dag Forsetakosningar Finna fara fram í dag. Baráttan um embættið stendur milli níu frambjóðenda. Ef enginn þeirra hlýtur yfir fimmtíu prósent atkvæða fer fram önnur umferð eftir tvær vikur. 28.1.2024 15:14
Vara við fentanýl-menguðu Oxycontin: „Látnar líta alveg eins út og Oxy“ Fyrirtækinu Varlega, sem flytur inn vímuefnapróf, hefur borist ábendingar um að fentanýlblandaðar Oxycontin-töflur gætu verið í umferð hérlendis. 28.1.2024 13:44