McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs. 17.3.2021 10:27
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16.3.2021 16:42
Vígamenn sagðir hafa afhöfðað ung börn Hjálparsamtökin Save the Children segja vígamenn hafa afhöfðað börn í norðurhluta Mósambík. Það hafi þeir gert við allt að ellefu ára gömul börn. 16.3.2021 15:24
Bætti kóða GTA og fær 1,3 milljónir frá framleiðendum leiksins vinsæla Spilari sem uppgötvaði leið til að draga verulega úr þeim tíma sem það tekur að opna GTA Online í PC tölvum hefur fengið tíu þúsund dali frá tölvuleiknum vinsæla. Þá verða breytingar hans settar í leikinn á næstunni. 16.3.2021 13:35
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16.3.2021 12:17
Avatar aftur á toppinn Kvikmyndin Avatar frá árinu 2009 er aftur orðin arðbærasta kvikmynd sögunnar, eftir að hún var nýverið endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Avengers: Endgame hafði tekið efsta sætið af Avatar sumarið 2019. 16.3.2021 12:10
Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16.3.2021 10:50
Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. 16.3.2021 09:33
Mánudagsstreymið: Heimsækja íslenskt samfélag í GTA Strákarnir í GameTíví munu feta nýjar en kunnulegar slóðir í kvöld. Þá munu þeir heimsækja stærsta íslenska hlutverkasamfélagið í Grand Theft Auto V og taka þar þátt í umfangsmiklu hlutverkaspili. 15.3.2021 19:30
Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15.3.2021 15:48