Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borga ekki leigu og íhuga að borga ekki uppsagnarfrest

Elon Musk, nýr eigandi samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, hefur gert umfangsmiklar breytingar á lögmannateymi fyrirtækisins og virðist undirbúa sig fyrir baráttu fyrir dómstólum. Fyrirtækið hefur ekki greitt leigu fyrir höfuðstöðvar þess í San Francisco og annað skrifstofuhúsnæði víða um heim í nokkrar vikur. 

Vill ekki að hótanir séu notaðar til að afvegaleiða umræðu um völd lögreglu

Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir að ef hann yrði myrtur væri það síðasta sem hann myndi vilja að minning hans yrði notuð til að draga úr frelsi fólks og auka ofríki yfirvalda. Það fari gegn öllum hans hugsjónum vill hann ekki að hótanir í hans garð séu notaðar til að afvegaleiða umræðuna um lögreglu- og öryggismál hér á landi.

Bílskúr brann á Kjalarnesi

Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Kallaði þingmann hrokafullan fávita

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast.

Stórviðburður í Stjóranum

Það verður hart barist í Stjóranum í kvöld. Þá mætast „stálin og hnífarnir“ frá Grimsby og „hattarnir“ frá Stockport en um stórviðburð er að ræða.

Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum

Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um.

Send­a best­a loft­varn­ar­kerf­ið til Úkra­ín­u

Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar.

Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur

Rússneski herinn hefur gengið verulega á skotfærabirgðir Rússlands fyrir stórskotalið og framleiðsla þar í landi heldur ekki við notkunina í innrás Rússa í Úkraínu. Bandaríkjamenn segja herinn byrjaðan að nota rúmlega fjörutíu ára skot sem eru líkleg til að virka ekki sem skildi.

Mútumál skekur Evrópuþingið: Heitir því að engum verði hlíft

Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, segir árás hafa verið gerða á lýðræðið í Evrópu. Það er í kjölfar þess að einn varaforseta Evrópuþingsins, og þrír aðrir voru handteknir og hafa verið sakaðir um að þiggja mútur frá yfirvöldum í Katar.

Félag eldri borgara í Fortnite

Strákarnir, eða kannski frekar karlarnir, í GameTíví ætla að kíkja á nýju eyjuna í Fortnite í kvöld. Þeir segjast ætla að ná minnst þremur sigrum, auk þess sem þeir ætla að halda keppni. 

Sjá meira