Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið. 24.5.2023 11:17
Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. 24.5.2023 10:34
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23.5.2023 16:27
Reyna að bjarga Colorado-fljóti Yfirvöld í Kaliforníu, Arisóna og Nevada hafa komst að samkomulagi um að draga úr notkun vatns úr Colorado-fljóti. Vatnshæð fljótsins hefur lækkað mjög en vatn úr fljótinu er gífurlega mikilvægt íbúum stórra borga eins og Phoenix og Los Angeles og nauðsynlegt umfangsmiklum landbúnaði í vesturhluta Bandaríkjanna. 23.5.2023 14:01
Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands. 23.5.2023 11:31
Leitað að Maddie við lón í Portúgal Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám. 23.5.2023 10:11
Bein útsending: Borgurum aftur skotið til geimstöðvarinnar Starfsmenn SpaceX og Axiom SpaceX ætla sér að skjóta óbreyttum borgurum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þetta er annað geimskot fyrirtækjanna af þessu tagi en gangi það ekki eftir í kvöld eða annað kvöld, þurfa geimfararnir að bíða þar til í næsta mánuði. 21.5.2023 20:31
Hart barist um flugvöllinn í Kartúm Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher. 21.5.2023 14:59
Sóttu fótbrotinn sjómann út af Snæfellsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð á sjó. Þá hafði maður í áhöfn togskips út af Snæfellsnesi fótbrotnað þegar skipið fékk á sig brotsjó. 21.5.2023 11:15
Meta í samkeppni við Twitter Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar. 21.5.2023 10:29