Sæunn Gísladóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýtt leikjafyrirtæki Þorsteins í QuizUp

Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, vinnur að stofnun nýs fyrirtækis. Fyrirtæki hans QuizUp var selt til Bandaríkjanna um áramótin. Samkvæmt heimildum mun nýja fyrirtækið einnig starfa í leikjageiranum.

Hagvöxtur ekki lægri í þrjú ár

Hagvöxtur mældist 0,7 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi 2017. Um er að ræða minnsta hagvöxt sem mælist á ársfjórðungi síðan árið 2014.

Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur

Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast.

May að verða vinsælli en Blair

Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, stefnir í að verða einn vinsælasti leiðtogi Bretlands. Ný könnun sýnir að 61 prósent aðspurðra telji að hún sé færasti forsætisráðherra Bretlands.

Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum

Útlit er fyrir að ekki verði nein fjárveiting til að byggja vegg við landamæri Mexíkó í nýjum fjárlögum bandaríska ríkisins. Áfall fyrir Trump. Ef ekki næst að semja um fjárlög fyrir föstudagskvöld hætta ríkisstofnanir starfsemi.

Umsóknum um vernd fjölgar umtalsvert

Áttatíu og fimm einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í mars, til samanburðar sóttu 48 einstaklingar um vernd í sama mánuði á síðasta ári.

Funda um Norður-Kóreu í dag

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu.

Sjá meira