Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kaleo með góð­gerðar­tón­leika vegna harm­leiksins í Sví­þjóð

Með­limir Kaleo hafa á­kveðið að blása til góð­gerðar­tón­leika í kvöld þar sem hljóm­sveitin er stödd í Stokk­hólmi til styrktar fjöl­skyldna þeirra sem lentu í rússí­bana­slysi í skemmti­garðinum Gröna Lund um helgina þar sem einn lést og tíu slösuðust. Sveitin átti að koma fram í skemmti­garðinum í gær.

„Neyðin er mikil hjá gælu­dýrum á Ís­landi“

Dýra­at­hvörf hér­lendis fyrir heimilis­laus dýr eru full og til­vikum þar sem gælu­dýr eru skilin eftir á ver­gangi fer fjölgandi. Þetta segir for­maður Dýr­finnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjöl­skyldur til þess að í­huga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Hús­næðis­markaðurinn og strangar reglur um gælu­dýra­hald spili stóran þátt í neyð dýranna.

Skip­stjóri faldi mynda­vél inni á klósetti Ís­lendinga

Ís­lenskur hópur í fríi í Cannes í Frakk­landi var á siglingu við borgina þarsíðustu helgi þegar einn úr hópnum tók eftir mynda­vél sem falin var inni í vegg á klósetti í bátnum þar sem þau höfðu fata­skipti. Málið var til­kynnt til lög­reglu sem hand­tók skip­stjórann við komu til hafnar.

„Það er verið að eyða litríkum húsum Reykjavíkur“

Íbúi í Reykjavík kveðst vera dauðþreyttur á fjölgun húsa og annarra bygginga í borginni sem málaðar eru í gráum og öðrum dökkum litum. Hann segist óttast að borgin sé að missa einkennismerki sitt; fjölbreytta liti ólíkra húsa.

Lög­regla skoðar upp­tökur af á­rásinni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skoðar nú mynd­bands­upp­tökur skemmti­staðarins þar sem maður lést eftir líkams­á­rás í mið­borg Reykja­víkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna.

Raun­veru­leg ógn við vald Pútíns

Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, segir upp­reisn Yev­geny Prigoz­hin og Wagner mála­liðanna í Rúss­landi í gær hafa verið raun­veru­lega ógn við vald Vla­dimírs Pútíns, Rússlands­for­seta. Hann segir Banda­ríkin fylgjast vel með stöðunni.

Taylor Swift skellti skolla­eyrum við boði Meg­han Mark­le

Taylor Swift þáði ekki boð Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, um að mæta sem gestur í hlað­varps­þátt hennar Arche­types. Her­toga­ynjan sendi henni skrif­lega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götu­blaðið The Sun full­yrðir.

Lést í rússí­bana­slysi í Sví­þjóð

Einn er látinn og nokkrir eru slasaðir eftir að rússí­bani fór út af sporinu í morgun í Gröna Lund skemmti­garðinum í Stokk­hólmi, að því er fram kemur á vef Afton­bladet.

Bið­leikur hafinn í Rúss­landi

Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. 

Sjá meira