„Endaði þannig að Davíð Oddsson borgaði bara skipið“ Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og fyrrverandi forstjóri N1, segist aldrei hafa litið Norðmenn sömu augum eftir að Ísland varð næstum því olíulaust í nokkrar vikur skömmu eftir bankahrun á Íslandi árið 2008 þegar norska olíufyrirtækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslufrest. 12.7.2023 08:38
Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. 12.7.2023 06:46
Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu á Austurlandi Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra þriggja sem létust í flugslysi á Austurlandi síðastliðinn sunnudag. 11.7.2023 16:00
Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. 11.7.2023 15:46
Opnað inn á gossvæðið frá Suðurstrandarvegi Opnað hefur verið inn á gossvæðið við Litla-Hrút frá Suðurstrandarvegi en ekki frá öðrum vegum eða vegaslóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 11.7.2023 15:03
Þriggja bíla árekstur og Hvalfjarðargöng lokuð um tíma Hvalfjarðargöng voru lokuð um óákveðinn tíma en þriggja bíla árekstur varð í göngunum. Þau hafa nú opnað aftur. 11.7.2023 14:08
Brunakerfi í gang í Mjódd Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna brunakerfis sem fór í gang í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti. Hún var rýmd á meðan aðgerðir slökkviliðs stóðu yfir. 11.7.2023 11:53
Vettvangsrannsókn lokið vegna flugslyssins Vettvangsrannsókn lögreglu á Austurlandi vegna flugslyss við Sauðahnjúka telst lokið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 11.7.2023 11:23
Magnaðar myndir frá Litla-Hrút Eldgos hófst í þriðja skiptið á þremur árum á Reykjanesi í gær. Nú við Litla Hrút og hefur fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar staðið vaktina. 11.7.2023 08:34
Hyggst kanna upptök óþefs á Seltjarnarnesi Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hyggst láta þjónustuver bæjarins kanna upptök óþefs sem angrað hefur íbúa bæjarins við sjávarsíðuna undanfarnar vikur. Íbúar segja lyktina ógeðslega. 11.7.2023 06:45