Hádegisfréttir Bylgjunnar Alþýðusamband Íslands, hlaup úr Grímsvötnum, fjármögnun geðheilbrigðismála og Arctic Circle verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 12.10.2022 11:50
Ráðherra segir heimildir til að afturkalla ákvörðun „mjög takmarkaðar“ Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segist ekki geta afturkallað skipun Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í stöðu Þjóðminjavarðar, þar sem heimildir stjórnvalds til að breyta og/eða afturkalla ákvörðun séu „mjög takmarkaðar og háðar þröngum skilyrðum“. 12.10.2022 07:17
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12.10.2022 07:12
Hádegisfréttir Bylgjunnar Átök innan ASÍ, ofbeldi barna í skólum, hlaup í Grímsvötnum og staða mála í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, auk þess sem við gerum úrslitaleik Íslands og Portúgal um sæti á HM góð skil. 11.10.2022 11:27
Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng. 11.10.2022 08:51
Breskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa myrt sjö ungabörn Réttarhöld eru hafin á Bretlandseyjum yfir hjúkrunarfræðingi sem er sakaður um að hafa myrt sjö nýfædd börn og reynt að myrða tíu önnur á Countess of Chester-sjúkrahúsinu í Chester. 11.10.2022 08:16
Hádegisfréttir Bylgjunnar Manndráp, óveður, ASÍ og Úkraína verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 10.10.2022 11:39
Eiginkonu Íslendings synjað um vegabréfsáritun vegna dularfulls korts Landsréttur hefur staðfest úrskurði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála sem synjuðu konu frá Kína um vegabréfsáritun, þar sem heimahérað konunnar er flokkað sem áhættusvæði hvað varðar möguleikann á því að íbúar yfirgefi ekki Schengen-svæðið innan tímamarka. 10.10.2022 07:41
Árásir á óbreytta borgara skelfilegar Vladímír Pútín, forseti Rússlands segir árásir morgunsins hafa verið svar Rússa við árásinni á Kertsj-brúna. Árásinni hafi verið beint að samskipta-, orku- og hernaðarinnviðum Úkraínumanna. 10.10.2022 06:35
Hádegisfréttir Bylgjunnar Launamál framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, viðræður leiðtoga ESB um gasverð, ljósabekkir og upplýsingagjöf hins opinbera verða á meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 7.10.2022 11:29