62 mál skráð hjá lögreglu og fjöldi stöðvaður í umferðinni Alls voru 62 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en mörg þeirra vörðuðu fólk í umferðinni; ökumenn sem voru undir áhrifum eða fóru ekki eftir umferðarreglum. 4.11.2022 06:16
Hyggjast sekta skólastarfsmenn fyrir þátttöku í verkfallsaðgerðum Ríkisstjóri Ontario í Kanada hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frumvarp sem stjórnvöld hafa kynnt til sögunnar, sem kveður á um að stuðningsstarfsfólk í skólum geti átt á hættu að verða sektað um 4 þúsund Kanadadollara á dag, 430 þúsund krónur, fyrir að taka þátt í verkfallsaðgerðum. 3.11.2022 10:57
Rússar hættir við að hætta við Rússar hættu í gær við að hætta við þátttöku í samningi sem náðst hafði um öruggan flutning kornvöru frá Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði í gær að Rússar hefðu verið fullvissaðir um að „kornhliðið“ yrði ekki notað til að gera árásir á rússneska flotann. 3.11.2022 08:16
Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár. 3.11.2022 07:00
Fimm menn og fjórar leikfangabyssur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í gærkvöldi eða nótt eftir að hafa borist tilkynning um bíl með hóp manna innanborðs sem voru sagðir veifa skotvopnum. Fimm fullorðnir reyndust í bílnum en við leit í honum fundust fjórar leikfangabyssur sem hald var lagt á. 3.11.2022 06:28
Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. 2.11.2022 13:02
Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. 2.11.2022 07:58
Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sunnar en nokkru sinni áður Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar. 2.11.2022 06:59
Miklar tíðablæðingar skráðar sem aukaverkanir af völdum Covid-bóluefna Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) ákvað á fundi sínum dagana 24. til 27. október að leggja til að miklar tíðablæðingar yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun af bóluefnunum Comirnaty og Spikevax gegn Covid-19. 2.11.2022 06:33
Missti annað framdekkið undan bifreiðinni eftir dekkjaskipti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ók fram á bifreið utan vegar í Mosfellsbæ í gærkvöldi, þar sem ökumaður hafði lent í því að missa annað framdekkið undan bílnum. Nokkrar skemmdir urðu á bifreiðinni og var hún flutt á brott af Krók. 2.11.2022 06:15