Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni „Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. 9.11.2022 07:40
Fetterman lagði Oz CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. 9.11.2022 06:45
Knattspyrnumaður sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um líkamsárás á knattspyrnuvelli. Þar hafði leikmaður á varamannabekk verið sleginn með krepptum hnefa í höfuðið af mótherja, þegar fyrrnefndi var við það að fagna marki liðsfélaga síns. 9.11.2022 06:18
Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna. 8.11.2022 09:45
Veitingahússgestir flúðu þegar maður stakk stórum hníf í borð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðbænum í gærkvöldi þegar maður tók upp stóran hníf á veitingastað og stakk honum í borð sem hann sat við. Sá sem tilkynnti sagði atvikið hafa skotið viðskiptavinum skelk í bringu og yfirgáfu einhverjir staðinn. 8.11.2022 07:33
Ekkert hangikjöt til Bandaríkjanna í ár? Flutningsfyrirtækið DHL tilkynnti forsvarsmönnum nammi.is á dögunum að ekkert yrði af flutningi hangikjöts til Bandaríkjanna fyrir þessi jól, vegna hertra reglna um innflutning á kjöti. 8.11.2022 06:52
Meintur banamaður í Ólafsfjarðarmálinu laus úr gæsluvarðhaldi Maður sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana á Ólafsfirði í hefur verið látinn laus en gæsluvarðhald yfir honum rann út klukkan 18 í gærkvöldi. 8.11.2022 06:26
Sofnaði værum blundi og setti öryggiskerfið í gang þegar hann vaknaði Svo virðist sem starfsmenn fyrirtækis í Reykjavík hafi læst viðskiptavin inni þegar þeir lokuðu í gær en viðskiptavinurinn setti öryggiskerfi fyrirtækisins í gang þegar hann vaknaði eftir að hafa sofið værum blundi á staðnum. 7.11.2022 07:02
Hefur ýmislegt að athuga við uppáskrift stórra morfínskammta til fíknisjúklinga Landlæknir hefur ýmislegt við þá aðferðafræði að athuga sem Árni Tómas Ragnarsson læknir lýsti í aðsendri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku. Þar greindi hann frá því að hann og fleiri læknar hefðu skrifað upp á stóra skammta af morfíni fyrir langt leidda fíknisjúklinga. 7.11.2022 06:41
Veittu manni og hundi á rafmagnshlaupahjóli eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór stutta en óvenjulega eftirför í gærkvöldi, eftir að tilkynnt var um kannabislykt í Hlíðahverfi. Þegar lögreglu bar að flúði meintur gerandi af vettvangi, á rafmagnshlaupahjóli með hund á palli hjólsins. 7.11.2022 06:20