Innlent

Segir slökkviliðsmenn hafna kjarabótum fyrir þá tekjulægstu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn funda með Launanefndinni í dag. Mynd/ anton.
Slökkviliðsmenn funda með Launanefndinni í dag. Mynd/ anton.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Launanefndar sveitafélaga, segir að slökkviliðs- og sjúkraflutningarmenn hafi hafnað launahækkunum fyrir launalægstu félagsmenn sína þegar þeir höfnuðu kjarasamningum í atkvæðagreiðslu sem forystumenn stéttarfélags þeirra undirrituðu við Launanefndina í fyrrasumar.

Launanefndin telur sig skuldbundna til að virða markmið stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í fyrra. Samkvæmt honum eigi að leggja áherslu á að styrkja stöðu þeirra tekjulægstu, eða þeirra sem eru með undir 200 þúsund krónum í dagvinnulaun á mánuði. Meðaldagvinnulaun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna séu töluvert hærri en þessi upphæð.

Þá segir Launanefndin að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn séu sá hópur starfsmanna sveitarfélaga sem búi við hvað mest atvinnuöryggi og hafi, vegna mikilvægis starfa þeirra og lögbundinna skyldna, ekki þurft að sæta niðurskurði og sparnaðaraðgerðum í jafn ríkum mæli og margir aðrir starfsmenn sveitarfélaganna.

Samningafundur vegna kjaradeilu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Launanefndina er boðaður í dag. Náist ekki niðurstaða á fundinum er verkfall boðað á föstudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×