Enn vantar mikið á hreinskiptið uppgjör við hrunið, þótt ýmislegt hafi áunnizt. Brennuvargar gera hróp að slökkviliðinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, um ástandið í grein á vefnum, og má til sanns vegar færa. Sumt gengur þó vel. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara. Starfsmönnum sérstaks saksóknara hefur fjölgað úr þrem hálfu ári eftir hrun í 70 nú, bráðum 80. Þetta heitir að láta hendur standa fram úr ermum. Tilraunir Seðlabankans til að sölsa FME undir sig ber að skoða í þessu ljósi. Það væri óhyggilegt að hrófla við FME eins og sakir standa.