Innlent

Lögregla of fáliðuð

Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson

„Það hefur mikil breyting átt sér stað í seinni tíð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur verið starfandi lögreglumaður í 34 ár.

„Lögreglumenn fá mun harðari viðbrögð og meira andstreymi heldur en var hér áður. Þetta er slæmt hvað varðar ölvað fólk en verst þegar þeir eiga í hlut sem eru undir áhrifum fíkniefna. Þeir eru öllu illskeyttari en hinir ölvuðu.“

Geir Jón segir það oft sama fólkið sem sé ofbeldisfullt gagnvart lögreglu. Spurður hvort auka þurfi öryggisbúnað vegna þessarar þróunar segir Geir Jón að bent hafi verið á öflugt tæki, rafbyssur, sem lögregla víða um heim hafi talið að væri algjör bylting í samskiptum við ofbeldisfullt fólk, sem ráðist beinlínis gegn lögreglumönnum. Þetta sé til skoðunar hér.

„Við viljum ekki vopnvæðast sem slíkir, en það er ljóst að þegar lögreglan er í lífshættu þarf hún að vera með búnað til að verja sig. Aðalatriðið er þó það að lögreglan er of fáliðuð og það skapar ákveðna hættu hvað varðar öryggi lögreglumanna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×