Dæmdur í tveggja ára fangelsi

Gabríel Douane var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir. Þrír ungir menn til viðbótar hlutu sex mánaða skilorðsbundinn dóm en sá elsti úr hópi ákærðu, rúmlega þrítugur karlmaður, var sýknaður. Slagsmálin í Borgarholtsskóla í janúar 2021 voru eins konar uppgjör tveggja hópa, þar sem hnífum, kylfum og hamri var beitt. Aðalmeðferð málsins vakti talsverða athygli nú í febrúar; erfiðlega gekk að fá óttaslegin vitni fyrir dóm, sem sum sögðust hafa sætt hótunum.

99
00:36

Vinsælt í flokknum Fréttir