Ísland í dag - Næstum viðhaldsfrír pallur fegurðardrottningar

Athafnakonan og fegurðardrottningin Anna Margrét Jónsdóttir er með gráan einstaklega fallegan pall bæði fyrir framan einbýlishúsið sitt og aftan. Pallurinn er úr veðraðri eik og þarf eiginlega ekkert viðhald. Vala Matt fór og skoðaði pallana hjá Önnu og heillaðist einnig af smekklegum útihúsgögnum hennar. Einnig fór Vala og skoðaði pall í fjölbýlishúsi þar sem athafnakonan Halla Gunnarsdóttir hefur verið með einstaka plöntu, svokallaða Lyngrós sem blómstrar dásamlegum bleikum eða hvítum blómum á sumrin en er svo fallega græn yfir allan veturinn. Þannig að hægt er að njóta plöntunnar allt árið.

43408
12:15

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.