90 ára skvísa eldhress! Hvernig?

Hulda Emilsdóttir er 91 árs og er algjör skvísa. Hvernig verður maður svona hress og kátur rúmlega níræður? Jú hún gerir sig fína á hverjum degi og er algjör töffari. Og hún segir að gott skap og söngur og gleði sé lykillinn að langlífi og hamingju. Hulda bjó í Bandaríkjunum í rúm fimmtíu ár en er nú flutt heim til Íslands og elskar að vera í íslenskri náttúru og nýtur alls þess sem er íslenskt enda borðar hún bara einfaldan og hreinan íslenskan mat og sleppir sykri og óhollustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti þessa jákvæðu og hressu konu sem spilar á ýmis hljóðfæri og syngur helst daglega.

8299
11:18

Vinsælt í flokknum Ísland í dag

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.