Ísland í dag - Fyrir og eftir: Ódýr garðpallur orðinn algjör paradís!

Sumarið í fyrra var svo vætusamt og kalt að margir sögðu að sumarið hefði hreinlega aldrei komið. Og varla var hægt að njóta sumarsins. Þess vegna vakti mikla athygli hús arkitektsins Ólafs Sigurðssonar í Mosfellsbænum þar sem hann hreinlega byggði 460 fermetra glerhýsi yfir allt húsið sitt og einnig garðinn og þar geta þau hjónin Ólafur og Svava því notið veðursældar og gróðurs allt árið og ræktað ótrúlegustu hluti. En sumarið í ár hefur aftur á móti verið með ólíkindum sólríkt og hlýtt og því hafa hjónin Ingunn Björg Sigurjónsdóttir og Sigurjón Hjaltason gert upp bakgarðinn sinn og pallinn með ótrúlega ódýrum og sniðugum lausnum. Með því að mála allt svart, kaupa ódýr húsgögn og gera töff útieldhús eins og er að finna víða erlendis hafa þau gert garðinn og pallinn að algjörri paradís. Enda hafa þau notað hann á næstum hverjum degi í sumar. Og við skoðum hvernig pallurinn var fyrir og eftir.

17506
12:25

Vinsælt í flokknum Ísland í dag