Ísland í dag - Öndun og kæling breytti lífinu

Vilhjálmur Andri Einarsson var illa haldinn af alkóhólisma, ofþyngd og þunglyndi og streitu þegar hann kynntist all sérstökum aðferðum Hollendingsins Wim Hof sem slegið hafa í gegn um allan heim. Kæling og öndunartækni sem hreinlega björguðu hans lífi. Vala Matt fór og hitti Andra og fékk að heyra allt um ótrúlega einfalda öndunartækni þar sem streitan og vanlíðanin hreinlega rennur af manni. Og svo skoðaði Vala einnig hvernig Andri fer reglulega ofaní frystikistuna sína. En Vala sýndi í fyrra í Íslandi í dag viðtal við unga konu á Selfossi sem notaði frystikistuna sína til kælingar og vakti það gríðarlega athygli og hefur það viðtal fengið tæp tvö hundruð þúsund áhorf á visir.is.

11550
12:42

Vinsælt í flokknum Ísland í dag