Griner sleppt úr fangelsi

Bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner hefur verið sleppt úr fangelsi í Rússlandi í skiptum fyrir alræmda vopnasalann Viktor Bout sem hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum í tólf ár. Griner var dæmd í níu ára fangelsi eftir að hafa verið handtekin á flugvelli í Moskvu með lítið magn af hassolíu. Griner var þá á leið til Rússlands að spila en hún er einn besti miðherji heims. Viktor Bout hefur verið nefndur sölumaður dauðans en í um tvo áratugi seldi hann vopn til stríðsherra og hryðjuverkasamtaka líkt og al-kæ-da. Eiginkona Griner ávarpaði fréttamenn í Hvita húsinu í dag og þakkaði stjórnvöldum fyrir hjálpina. Hún hét því að berjast áfram fyrir lausn Bandaríkjamannsins Paul Whelan sem enn er í haldi í Rússlandi vegna gruns um njósnir.

72
01:25

Vinsælt í flokknum Fréttir