Minnst sex eru látin á Suður-Indlandi
Minnst sex eru látin á Suður-Indlandi eftir að fellibylurinn Tauktae gekk þar á land í dag. Hamfaraveður var á svæðinu, mikil úrkoma og vindhraði um fimmtíu metrar á sekúndu. Ár er frá því hundrað létust í fellibylnum Amphan á svæðinu en stormurinn nú ríður yfir á afar erfiðum tímum.